Andvari - 01.01.1912, Page 95
á Norðurlöndum.
57
VIII.
En hvað á fólkið að vinna?
Um þetta má margt segja, þótt hingað til hali lítið
verið um það mál ritað. Fyrir nokkru birtist í Eim-
reiðinni grein um þetta efni. Hún heitir: »Um fjár-
hag vorn og framtíð«, eftir Ólaf Friðriksson (Eimr.
XVI, 3. h.). Höfundur greinar þessarar bendir á
margar iðngreinar, er hægt er að hafa um hönd í
heimahúsum, og að margt af því, er vér nú kaup-
um frá öðrum löndum, gætum vér búið til sjálfir og
selt ódýrar en nú, þrátt fyrir, að vér þyrftum að flytja
inn óunnið efni í þennan iðnað. Flulningsgjald er
svo margfalt lægra af óunnu efni en unnu (tilbún-
um iðnaði). Höf. nefnir t. d. skófatnað, liöfuðföt,
liúsgögn, bursta, pjátursmíði, tilbúinn fatnað, net og
færi. Af öllu þessu kaupum vér árlega fyrir of fjár.
Að framleiða eitthvað af þessu í landinu, yrði hreinn
ágóði; vinnulaunin lentu í liöndum landsmanna sjálfra.
Sama máli er að gegna um innlenda verkefnið
t. d. ull og skinn. Ef vér ynnum sjálfir úr ullinni,
eða sútuðum skinnin, og flyttum síðan út iðnaðinn,
yrðu þessar afurðir margfalt verðmætari en nú, og
verðmunurinn rynni í vasa landsmanna. Grein þessa
ættu allir, er um þetta mál hugsa, að kynna sér.
Margt lleira, en þar er talið, mætti nefna. Ýmsar tré-
smíðar, t. d. allskonar búshluti, eldhúsgögn, leikföng.
tágakerfi o. fl. Við kaupum að flest alt, er vér þurf-
um að nota af þessu tagi. Leikföng eru flutt inn fyrir
rúml. 30,000 kr. árlega. Flest af þeim er ósmekklegt,
ónýtt glingur. Flest leikföng eru búin til sem heima-
vinna eða heimilisiðnaður suður í löndum. Norsk
og sænsk heimilisiðnfélög búa til feiknin öll afbarna-