Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 96
58
Um heimilisiðnað
gullum; veitist þeim liægt að keppa við útlendu vör-
una, því að í Noregi er t. d. mjög hár tollur á aðllutl-
um leikföngum. Leikföng þau, er félögin selja, eru
að mestu úr tré, útsagaðar og málaðar myndir, dýr,
tré, fólk o. 11.
Körfutilbúningur allskonar er mikil tekjugrein
fyrir heimílisiðnað Norðurlanda. Körfurnar eru ým-
ist úr hefilspónum eða úr víðitágum. Körfutilbún-
ingur er liandhæg, einföld vinna, er lætur vel t. <1.
gamalmennum og blindu fólki. Verkfæri þarf svo
sem engin. Sá örðugleiki er á um karfir úr hefilspón-
um, að efniviðurinn (fura) verður að vera alveg kvista-
laus. Til þess að hefla spænina þarf sérstakan lieíil,
er kostar 5—6,00. Tágakarfir úr víði æltum við að
geta framleitt, að minsta kosti til eigin nota. Víð-
inn getum við ræktað hvar sem skal; hann þarf hvorki
góðan jarðveg né sérlega veðursæld til þess að gróa.
Norðmenn hafa lagt allmikla stund á víðirækt
og körfugjörð. í byrjun átti þessi iðngrein erfitt upp-
dráttar, vegna samkeppni frá Svíþjóð, en þar hafði lnin
lengi verið rekin. Til þess að fá fólk til þess að gefa
sig að henni, tók heimilisiðnfélagið norska það ráð,
að kaupa karfirnar dálítið dýrara, en það gat selt
þær. Þegar fólk fékk vinnu sína svo vel borgaða,
jókst körfutilbúningurinn, svo að samkeppnin var brált
útilokuð. Árið 1893 fluttu Norðmenn inn karfir fyrir
50,700,00, en árið 1904 l'yrir einar 5,700,00. Jafnframt
jókst eftirspurnin slöðugt. Því að í þessu sem öðru gild-
irreglan: Því meiri framleiðsla, þess meiri eftirspurn.
Árið 1905 fóru Norðmenn að fiytja út karfir, og síð-
ustu 4 árin hefir útflutningurinn numið 158,100,00.
Það jrrði sizt skortur iðngreina, er arðvænlegar
myndu reynast, færum við að leggja stund á þær.