Andvari - 01.01.1912, Síða 103
Jarlstjórn hér á landi.
65
prófessor dr. juris Knud Berlin, það mestu fásinnu
af Dönum, að liafa ekki gert oss kost á jarlinum
fyrir löngu, og ummæli hans verða ekki skilin annan
veg en þann, að nú standi jarlinn oss lil boða, eí
vér að eins viljum þiggja liann.
Ef nokkuð ætti að geta kent okkur að varast
það, að haga stjórnmálum okkar til frambúðar ein-
göngu eftir fullyrðingum danskra stjórnmálamanna í
það og það skiftið, þá er það óneitanlega þessi veðra-
l)l'igði.
Enda er það ekki annað en hver maður getur
sagt sér sjálfur. Tímarnir breytast, skoðanirnar breyt-
ast, atvikin breytasl, mennirnir breytast. I7æst stend-
ur á steini, annað en breytileikinn.
Við gelum jafnvel áll von á því, að jarlsljórn-
arhugmyndin komi fram á þingi í sumar, ef til vill.
Og það er skylda hugsandi manna að gera sér sem
ljósast, hvað þar er um að tefla.
Og eg vil þá fyrst benda ykkur á það, sem eg
vil fyrir engan mun draga fjöður yfir, að suinl er
það í jarlstjórnarliugmyndinni, sem verður að teljasl
fýsilegl, ef fyrirkomulagið er að öðru leyti aðgengilegt.
Það út af fyrir sig, að fá staðfestingarvaldið,
konungsvaldið, inn í Iandið, er fýsilegt. Á því eru
miklir agnúar, að eiga að sækja síðustu úrslit mála
vorra í hendur manni, sem á heima í öðru landi,
ekkert kann í íslenzku, ekki sér nokkurt íslenzkt
blað eða íslenzka bók, ekkert veit um, hvernig til
hagar hjá okkur í hvert skifti, annað en það, sem
einstakir ílokksforingjar, og þá einkum sá ílokksfor-
Inginn, sem það skiflið situr við völdin, segir honum.
Það væri fýsilegt að fá hér á landi mann, sem
staðið gæti yfir ílokkunum, mann, sem litið gæti á
Aiulvnrl XXXVII. 5