Andvari - 01.01.1912, Síða 107
hér á landi.
69
og fylgismenn hans liugsuðu svona hátt, þá vildu
þeir hafa jarl, eins og lil þess að hnykkja á sjálf-
stæðinu. Jarlinn var lifandi voltur þess, livað lítið
við hefðum saman við Danmörku að sælda.
En þess verð eg að l)iðja ykkur vandlega að
minnast, að á þeim árum, sem .1. S. heldur fram
fulluin jukisréttindum Islands, verður ekki af neinu
séð, að lionum hafi komið lil luigar, að jarlinn yrði
skipaður af dönskum stjórnarvöldum, öðrum en kon-
ungi. Hann segir í ritgjörð sinni Um stjórnarmál og
fjárhagsmál íslands 18(33, að það væri konungs at-
kvœöi, að setja jarl eða landstjóra á Islandi, svo sem
fulltrúa sinn, þegar annars væri fengin stjórn í land-
inu með áhyrgð gjörða sinna. Hann segir ekki, að
danska stjórnin eigi að selja þann jarl. Og hann
segir meira. I sömu ritgjörðinni gerir hann ráð fyrir
því, að menn þyrftu að losna við jarlinn. Þá yrði
honuin ekki vikið frá nema eftir konungsboði, eða
ejtir beinni óslc alþingis, ef konungur fyndi ástæðu til
að verða við þeirri ósk. Ríkisþing og dönsk stjórn
eiga ekki að hlutast neitt lil um þetta, eftir því sem
Jón Sigurðsson luigsar sér það, að minsta kosti á
þessum árum.
Meðan ríkisréttinda-kröfunum er haldið fram, er
enginn vandi að átta sig á jarlshugmyndinni. Jarl-
inn er þá umboðsmaður konungs, og engis annars,
með islenzkri þjóð. Hann lýtur engu öðru valdi en
konungs, og um jarlinn á enginn að liafa áhrif á
konungsvaldið aðrir en Alþingi íslendinga.
Málið verður nokkuru flóknara og vafasamara
eflir 1867, þegar .). S. hefir horíið frá ríkisréttindun-
um. Því að jafn-ómótmælanlegt og það er, að hann
heldur þeim fram 1851, jafn-víst er hitt, að hann