Andvari - 01.01.1912, Side 108
70
Jarlstjórn
hverfur frá þeim eftir 1867. I5á er samþykt, ekki að
ísland skuli vera »frjálst sambandslandö Danmerkur,
eins og áður hafði jafnan verið haldið fram, heldur
að það skuli vera »óaðskiljanlegur hluti Danaveldis
með sérstökum landsréttindum«. Jón Sigurðsson
játar það sjálfur í jitgjörð sinni í Andvara 1874, að
þessi tilslökun liafi skift svo miklu máli, að ef selt
liefði verið, að ísland skyldi vera »fijálsl samhands-
land Danmerkur«, eins og Þingvallarfundurinn 1850
hefði komist að orði með öðrum orðum, ef ríkis-
réttindunum hefði vei'ið haldið fram, því að »frjálst
sambandsland« gelur ekki merkt annað en ríki, sem
er í sambandi við annað ríki — þá hefði aíleiðingin
orðið sú, að annaðlivort liefði málinu ekkert þokað
áfram, eða að danska stjórnin hefði valdboðið það
ákvæði, sem áður hafði frá lienni komið, að ísland
skyldi vera »óaðskiljanlegur liluti Danmerkurríkis«,
og þar með hefði verið talið sjálfsagt, að grundvall-
arlög Dana giltu hér á landi.
Enginn maður má skilja mig svo, sem eg vilji
kasta neinni rýrð á J. S. fyrir það, að hann lét undan
eins og á stóð. Síður en svo. Það erímínum aug-
um einn áþreifanlegasti votturinn um afburða-vits-
muni hans, og það vald, sem hann hafði á skaps-
rnunum sínum, þegar hann var að fást við stjórnmál.
Því að dapurleg liefir þessi undanhaldsganga hlotið
að vera lionum. Þá var með öllu ókleift að l'á rík-
isréttindin viðurkend. Danir voru óbifanlegir. Og
sá flokkurinn hér á landi, sem vildi ganga að því
sem Danir buðu, var hætlulegur. Að hinu leytinu lá
okkur Svo óendanlega mikið á, að málið drægist ekki
von úr viti. Öll fjármálin voru í liöndum Dana.
Ekkert var gert til viðreisnar þjóðinni, engir vegir
*