Andvari - 01.01.1912, Page 111
hér á landi.
73
vafamál. Jón Sig. ætlaðist, að því er manni skilst,
aldrei til þess, að dönsk stjórn hefði neitt vald yfir
sérmálum okkar. Og hún fengi óneitanlega mikils-
vert vald yfir þeim, ef hún setli okkur með konungi
manninn, sem hefði með höndum staðfestingarvaldið
í sérmálunum. En þessi tilhögun væri að minsta
kosti skiljanleg. Hún gerði okkur ómótmælanlega að
undirlægjum Dana, að »þegnum þegnanna«, eins og
J. S. komst að orði með svo mikilli gremju. En hún
væri ekki óskiljanleg.
En nú skulum við athuga málið betur.
Þessi jarl á að hafa ábyrgð fyrir konungi einum.
Nú virðist mér fara að vandast málið. Ef konung-
inum einum væri ætlað að undirskrifa skipun þessa
manns, sem beint á að fara með konnngsvaldið, þá
get eg skilið það, að jarlinn hafi ábyrgð fyrir honum
einum. En forsætisráðherra Dana á að liafa ábyrgð
á skipuninni. Forsætisráðherrann má fella, og dæma,
og lionum má hegna fyrir það að hafa skipað þenn-
an mann. En hann á þess engan kosl að hafa hend-
ur í liári hans. Jarlinn er embættismaður ríkisins.
En stjórnarvöld ríkisins eiga ekkert vald á honum.
Eg skýt því til allra lögfræðinga þessa lands, hvort
þetla er ekki nokkuð kynlega hugsað. Ef það hefir
verið hugsað. Ef það hefir ekki verið óhugsað —
sem eg gæti bezl trúað.
Eg bendi ykkur á það aftur, að ummælin um
undirskrift forsætisráðlierrans og jarlinn sem embætt-
ismann ríkisins korna hvergi fyrir hjá J. S. Þau eru
alveg á ábyrgð dr. V. G. En hitt er ómólmælanlegt,
að hvorki J. S. né þau landstjórafrumvörp, sem sam-
þykt voru á þingi undir forystu J. S., né þau sem
samþykt voru eftir lians daga undir forystu Bene-