Andvari - 01.01.1912, Síða 114
76
Jarlstjórn
fá stjórn með fullri ábyrgð fyrir Alþingi inn i landið.
Og menn létu að meira eða minna leyti blekkjast af
þeirri liégilju, að því j'rði ekki fyrir komið með öðr-
um liætli en þeim, að staðfestingarvaldið fengist hing-
að; ætli konnngur að staðfesta lögin, yrði ráðherra
að vera við hlið hans úti í Khöfn. Menn létu reka
á reiðanum, þó að einhverjir sambands-agnúar kynnu
að vera á um jarliun — agnúar, sem mönnum voru
fráleitt j)á jafn-ljósir og nú, — ef menn að eins gætu
fengið innlenda áhyrgðarstjórn, sem mönnum reið
svo lífið á að fá — alveg eins og menn létu 1902—3
reka á reiðanum um rikisráðið, þegar þessi innlenda
stjórn loksins var fáanleg effir alla haráttuna. Þar
er nm svo mikið vorkunnarmál að tefla, að eg get
ekki annað sagl en þelta: hafi þeir þökk guðs og
góðra manna fyrir alt stritið — þó að þeir væru ekki
alvitrir.
En okkur, sem fengið höfum þá innlendu sljórn,
sem þeir þráðu, en var stöðugt neitað um, okkur c-r
vorkunnarlaust að stofna ekki sambandsmáli okkar
i neinn voða með jarlinum. Sá jarl, sem við hefð-
um fengið á dögum Jóns Sig. og B. Sv., ef Danir
hefðu þá litið á málaleitanir okkar af fullri skarp-
skygni, og sá jarl, sem dr. Knud Berlin og dr. V. G.
eru að halda að okkur, yrði, eftir því sem eg líl á,
beinlínis afturför frá því fyrirkomulagi sem nú er —
ósigur frá okkar sjónarmiði. Nú er það viðurkent
af öllum, að Dönum sé óheimilt að hlutast til um
sérmál okkar. Þó að þau séu flutt í ríkisráðinu, er
það beint viðurkent af Dönum, að þau komi dönsk-
um ráðherrum ekkert við. Svo vandlega liefir okk-
ur tekist að losna við Danmörk í sérmálunum, að
við höfum jafnvel fengið því framgengt, að forsætis-