Andvari - 01.01.1912, Side 115
hér á landi.
77
ráðherrann danski skriíi ekki undir skipun íslands-
ráðlierrans. Öll sérmáiin eru í oklcar höndum; og
það mætti vera meira en lítil fyrirmunun að fara að
skila þeim af okkur aftur.
En livað væri það annað en að skila þeim aftur,
að minsta kosti að nokkuru leyti, ef við færurn að
láta dönsk stjórnarvöld, danska flokksforingja, setja
okkur mann, senr færi með konungsvaldið hér á landi?
Þið skuluð ekki gera ykkur í hugarlund, að liann
yrði áhrifalaus hér. Þeir senda okkur tæplega neina
leikbrúðu eða trédrumb, eins og sagt er frá í gríska
æfintýrinu. Þeir sendu okkur mikilhæfan mann, sem
ætli að gæta sambandsins í öllum efnum, gæta hags-
muna Dana, hvar sem þeim kynni að vera einhver
hætta búin. Til þess yrði hann hingað sendur, og
til engis annars. Til þess er nú verið að reyna að
koma honum upp á okkur, og til engis annars. Það
viðurkennir dr. Berlín óbeinlínis. Eg ætla engu að
spá í eyðurn r um það, hverju slíkur maður mundi
fá áorkað í veglegustu stöðu landsins. Eg geri ráð
fyrir, að þið munið öll gela gert ykkur þess eins
Ijósa grein og eg. Og eg held, að öllu íhuguðu, að
okkur sé bezt, og minstur sæmdarsviftir að því, að
tala sem'minst um þær borfur, en aftur á nióti hug-
leiða þær sem mest og bezt.
Eg lieíi miðað við áslandið, sem nú er. En við
hugsum okkur ekki, að það ásland haldist að eilífu.
Ekkert er algengara en að menn sjái og heyri
farið hörðum orðum um stjórnmálaástand þeirra tima,
sem við lifum á. Sumir menn sjá ekkert í öllu okk-
ar stjórnaratferli annað en hatur og skammir, valda-
fíkn, föðurlandssvik og féglæfra. Bersýnilega er það
komið inn hjá sumum Dönum, að við förum svo