Andvari - 01.01.1912, Side 116
78
Jarlstjórn
skammarlega með ráð okkar, að við sýnum það, að
við séum ekki færir um að stjórna okkur sjálfir. Ein
glefsan um það frá Danmörk var alveg nýlega gefin
út á prent hér í Reykjavík, okkur til gagnlegrar við-
vörunar og maklegrar refsingar. Og ein aðalástæða
dr. Berlins með því að setja okkur jarl er sú, að við
þurfum danskan mann til þess að skakka illindaleik-
inn hér á landi.
Hvernig sem á það kann nú að verða lilið, hvort
einni þjóðinni fer vel að hreykja sér upp yfir aðra í
slíkum efnum, þá veit eg að margt gengur hér ann-
an veg en það ætti að ganga. Mér dylst ekki rosinn
í þjóðlííinu. En trúað gæti eg því, að þegar stjórn-
málasaga þessara líma verður riluð af fullum skiln-
ingi og fullri ólilutdrægni, þá verði við það kannast,
að það var vorrosi, en ekki haustrosi, sem var í loft-
inu, og að okkar kynslóð fari ekki með öllu sæmd-
arlaus út úr gagnrýni-eldinum.
Þessi kynslóð hefir í stjórnmálunum komið auga
á eina hugsjón, sem hinir eldri föðurlandsvinir okk-
ar, með J. S. í broddi fylkingar, höfðu reyndar komið
auga á fyrir meira en hálfri öld, en tæplega öðruvísi
en óljóst og án þess að dirfast að fullu við hana að
kannast, hugsjón, sem livarf þeim aftnr í þeim bar-
áttunnar ólgusjó, sem þeir urðu að busla í. Það er
rikis-hugsjónin. Það er sú hugsjón, að ísland eigi að
vera frjálst og sjálfstætt riki. Þessi hugsjón er kyn-
slóðarinnar óafmáanlega sæmdarmerki — svo fram-
arlega sem við fleygjum því ekki sjálflr í forina.
Þessa sæmd hefir öll hin íslenzka nútíðarkynslóð
eignast. Nú er svo komið, að allir Islendingar kann-
ast við þessa hugsjón, livers flokks sem þeir telja sig
til, þó að lnin sé þeim óneitanlega misjafnlega Ijós.