Andvari - 01.01.1912, Page 117
liér á landi.
79
Það er mér fagnaðarefni, að allir íslendingar að
kalla má, og margir Danir líka, þar á meðal dr.
Berlín, eru farnir að sjá, að þetta »veldissamband«
svo nefnda, sem við erum nú í við Danmörk, er hálf-
gerður óskapnaður. Sambandsleiðirnar eru ekki sjá-
anlegar nema tvær. Önnur er nýlendusamband með
töluverðri sjálfstjórn, en dönskum jarli og danskri
yfirdrotnun. Þá leið áttu Danir kost á að fara, með-
an við vorum að biðja um jarlinn, en gerðu það ekki
— alveg eins og einhver hulinn verndarkraftur vekti
yfir okkur. Þá leið vill dr. Berlín nú tara. En eg
veit með vissu, að þá leið vilja íslendingar nú ekki
fara. Hin leiðin er ríkjasamband — að ísland standi
í sambandi við Danmörk sem frjálst og sjálfstætt ríki.
Það er kynslóðarinnar háleitasta stjórnmála-bugsjón,
sem á að verða hennar tignarmark á ókomnum öldum.
Það er hlutverk okkar Sjálfslæðismanna, að skýra
þessa hugsjón, að varpa yfir hana svo skæru ljósi,
að hún verði björt í augum þjóðarinnar eins og sólin.
Það er hlutverk okkai að rita hana á hjörtun í lands-
ins börnum, koma henni inn í blóð sérhvers íslend-
ings. Það ætti að vera hlutverk hvers íslendings, að
reyna að koma henni í framkvæmd. Að sjálfsögðu
er það lilutverk okkar allra, að afstýra öllu glapræði,
sem lilyti að stofna henni í háska — svo sem þvi,
að danskir stjórnmálamenn fari að senda olckur mann
og setja hann yfir þau málefni okkar, sem allir við-
urkenna nú, að Dönum komi ekkert við, eingöngu
eigi að vera á valdi íslendinga og konungs þeirra.
Skilyrði þess, að jarl sé þolandi hér á landi er
það, að hann sé íslenzkur jarl, en ekki danskur jarl,
með öðrum orðum, að ríkisréttindi okkar séu viður-
kend. En eg tel ekki þörf á, að ræða í kvöld það
stjórnarfyrirkomulag, sem við viljum þá liafa. Ann-
að liggur nær.