Andvari - 01.01.1912, Síða 119
Um túnrækt.
81
er þýft, hve mikið slétt, hve mikið raklent, hve mörg
eru girt. Engar skýrslur eru til um þetta. Á þessu
má sjá, hve lítið við skeytum um túnin — hve litla
rækt vér leggjum við þau.
Að vísu er safnað skýrslum um það, hve mikið
er sléttað á hverju ári, og má eftir þeim iinna að
sléltað hefir verið 1‘rá 1861 til 1908 samtals 11520
dagsláttur, eða hér um bil 1/s partur af öllum túnunum.
Og svo er nú mikið af túnunum slétt af náttúrunni,
en hve mikið það er, hafa menn enga hugmynd um.
Ekki vita menn heldur, hve mörg tún eru girt eða
ógirt, því að þó að sjá meigi, hve margir faðmar af girð-
ingum eru gerðir á ári hverju, þá er litið á því að
græða. Á skýrslunum má sjá, að svo og svo margir
faðmar af skurðum og lokræsum liafa verið gerðir,
en ekki sést, hvort það tilheyrir túnum, kálgörðum
eða engjum. Og því síður sést, hve mikið af túnun-
um er enn þá raklent.
Og skýrslurnar um afrakstur túnanna munu
einnig vera ónákvæmar, þó að þær séu að líkindum
skárri en skýrslurnar um ástand túnanna, og stærð
þeirra.
Þetta atriði, að menn hai’a eingar ábyggilegar
skýrslur um ástand túnanna né um afrakstur þeirra,
sýnir slrax, að við hugsum minst af öllum þjóðum
um ræktarlandið okkar. Allar þjóðirhafa fyrir laungu
síðan eignast nákvæmar skýrslur um alt ræktarland
sitt. Svo greinilegar eru þessar skýrslur að sjá má,
hve stórt svæði hver sérstök ræktarjurt fær, t. d. á
hve slóru svæði er ræklað rúgur, bggg, hafrar, hveiti,
jarðepli, rófnr, hve stórl svæði er haft til slœgna, hve
slórt til beitar o. s. frv. Og svo er sýnt, hve mikil
eptirtekja er af hverju einu.
Andvari XXXVII. (i
L