Andvari - 01.01.1912, Síða 121
Um túnrækt.
83
og 1911—’12, var allur kostnaður við ræktun túnsins
í Ólafsdal, nfl. áburður, áburðarvinna, ávinsla, viðhald
yirðinga, heyvinna og áhaldaslit, samtals kr. íSfí(),'i4,
eða að meðaltali hvert árið kr. Ifí20,15. En túnið
borgaði með töðunni samtals kr. 9599,00 og að meðal-
tali hvert árið kr. 3199,67. Tunið borgaði því allan
ræktunarkostnaðinn, og að auki rúmlega 97°/o aj rœkt-
unarkostnaðinum, eða hvert árið:
1. Kostnað við þúfnasléttun á árinu . . kr. 127,24
2. Upp í landskuld af Ólafsdal, lagl á túnið — 333,32
3. Hreinan ágóða í túnreikningi ... — 1118,96
Samtals kr. 1579,52
I3að lítur svo út, að sumum bændum finnist
hverju ómaki illa varið, sem kostað er lil túnanna.
Þeir hafa auðsjáanlega ekki hugmynd um, hve vel
þau borga all, sem þeim er gott gert. Ef þeir vissu
það, þá mundu þeir hirða þau betur. Eg veit mjög
vel, að ekki geta allir bændur girt tún sín og sléllað
þau, þó að sumir muni geta gert meira að því en
þeir gera. En einginn er svo fátækur, að liann geti
ekki hirt vel um þann áburð, sem hann á, og nolað
hann vel. Og að eins það, að liirða vel áburðinn
og framreiða hann svo nolalega — ef ég má komast
svo að orði, — að túnin hafl full not af honum, —
að eins þessa hirðusemi og notasemi borga túnin með
töðuauka, sem svarar 4—5 liestum á dagsláttunni. Og
ef túnið er 13 dagsláttur, getur þetta munað alt að
(50 töðuhestum á ári, eða 240—300 krónum. Fátæk-
an bónda munar um það.
Pað er mjög misja/nlega auðvelt og arðsamt að
rcekta túnin, og er margt, sem hetir áhrif á það. Skal
ég benda á sumt af því til athugunar fyrir þá, sem
tetla að fara að búa og velja sér jörð, og yfir höfuð