Andvari - 01.01.1912, Side 123
Um túnrækt.
85
vanalega þur og slétt. Gróa þau snemma á vorin og
gefa kjarngóða töðu. Þar sém moldarlagið er orðið
nógu þykt, geta það verið einhver beztu tún, en sé
moldarlagið þunt, er hætt við, að af þeim brenni.
Víða meðfram sjó er möl eða sandur eða hvort-
tveggja undir túnunum, og eru þau stundum slétt frá
náttúrunnar hendi. Ef þessi tún fá nógan áhurð,
spretta þau opt vel, en einkum er taðan af þeim sér-
lega góð. I þessum túnum er stundum smáþýfi, og
verður að gæta þess, þegar sléttað er, að plægja ekki
ofan í mölina eða sandinn. Ef svo er gert, er liætl
við, að frjóefnin úr áburðinum skolist að miklu leyti
ofan í mölina.
Undir ílestum túnum mun vera holt eða melur,
sem eru blendingur af leir, sandi, möl og grjóti. Sum-
staðar hefir sandurinn og mölin yfirhöndina, og tún-
in eru þá þur og hlý, en þó ekki of þur. Spretta
þau vel og taðan er góð. Annargtaðar er svo mikið
af leirnum, að túnin verða köld, og klakinn fer seint
úr þeim á vorin, og þeim hættir við að kala. Taðan
af þessum túnum getur verið hávaxin, en ekki þélt,
og er fremur lélt til fóðurs. Tún þessi eru vanalega
slórþýfð og stundnm er í þeim slórgrýti.
4. Grjót. Það er með verri ókostum á túni,
ef mikið stórgrýti er í því. Þar sem grjótið er, er
vanalega þýft, og enginn getur gizkað á fyrirfram,
hve mikið stórgrýtið tefur fyrir þúfnasléttun. Getur
auðveldlega orðið tvöfalt dýrara að slétla grýttan
teig en annan ógrýttan jafnstóran, þó að grjótið sé ekki
svo stórt, að spreingja þuríi með púðri eða fleigum.
5. Raklend tún. Það er einnig slæmur galli,
ef tún er til muna raklent. Áburður kemur þar að
litlum notum, og laðan verður þar miklu rýrari og