Andvari - 01.01.1912, Side 124
86
Tm túnrækt.
lakari en af fullþurru túni. Eptir regn heldur jörðin
sér svo vot, að liey verður ekki þurkað þar eins fljótt
og á harðvelli. Tún þessi eru optast þýfð, og bætist
þá lokræsla við sléttunarkostnaðinn.
6. Of þur geta tún orðið, þar sem grunt er á
klöppum, skriðum, möl eða sandi og eins i bröttum
brekkum. Er áríðandi að dýpka eða auka moldar-
lagið sem mest, með því að bera þar á góða sand-
lausa mold og moldbarið liaugtað. Bregðast þessi
tún opt í þurviðra sumrum, en í vætusömum sumr-
um spretta þau vel. Og taðan er kjarngóð.
7. Girðingaefni. Það má telja með kostum,
ef auðfengið er golt girðingaefni, einkum lientugt grjót,
sem auðvelt er að koma að sér; einnig ef að vel
stendur á til þess að girða með vörsluskurðum.
8. Veðráttan. Veðráttan hefir ávalt mikil á-
lirif á túnræktina, eins og annað í búskapnum. Menn
ráða ekki við veðiátluna, en menn þurfa að hafa
tillit til hennar og haga sér eplir henni. Bóndinn
verður að haga túnræktinni eptir því, sem veðráttan
bendir til á hverjum stað. Það dugar ekki ætíð að
fylgja þeim reglum á einum stað, sem vel haía geíist
á einhverjum öðrum stað. Veðráttan gelur verið svo
ólík, að það, sem gefst vel á einni jörðinni gefist illa
á annari —- jafnvel í sömu sveitinni. Og því frem-
ur verður að gæta þess, að sú túnræktaraðferð, sem
gefst vel í einum landsfjórðungnum, getur verið alveg
óhafandi í öðrum.
Í huerju liggur suo túnrœktin?
Hún liggur einkum í: uörzht, þurknn, slétlnn, á-
bnrði, áuinnslu, ef til vill áueizln og að yngja túnin upp.
1. Að verja túnin fyrir ágangi skepna.
Hverjum bónda ætti að vera það ljóst, að nauð-