Andvari - 01.01.1912, Síða 125
Um lúnrækt.
87
synlegt er að verja túnin fyrir troðningi og nagi.
Hver og einn skilur, að troðningur um jurtirnar tefur
fyrir vexti þeirra, og menn sjá Iíka, að eingin jurt
]>rífst þar sem mikið kveður að troðningnum. —
Menn ættu því að varast sem allra mest allan óþarfa
troðning at mönnum og skepnum um túnin, einkum
á þeim tima, sem grasið á að gróa. Og troðningur-
inn skaðar nokkuð, á hvaða tíma sem er.
Það var slæmur siður sem fyrrum var algengur,
og ennþá eimir talsvert eptir af, að byggja ljárhús
og hesthús til og frá um all túnið. Af þessu leiddi
að fé og hestar var daglega rekið um túnið, hvernig
sem á stóð. Þegar jörð er auð, og einkum í hlákum,
skaðar þetla ákaflega mikið.
Sumstaðar stendur svo á, að ekki er unt að
komast hjá troðningi um túnin seinni part sumars,
nfl. þar sem menn verða að þurka úthey á túnunum.
Það er auðvitað ekki að tala um að slá há, en að
öðru leyti gerir þetta ekki mikinn skaða, ef að hest-
ar eru eklci látnir naga túnin.
Flestum mun koma saman um, að skaðlegt sé
að lála túnin nagasl mikið, á hvaða tíma sem er.
()g ég heíi liaít þá skoðun. Slœmt er að láta þau
bítast um túnasláttinn, en þá skaðar beitin þó að eins
í bráð, en ekki til frambúðar. Nokkru lakara tel ég
að beita túnin á vorin; þá ganga skejinurnar allnærri
rótinni. Miklu lakari er haustbeitin. Þá rífa skepn-
urnar upp mikið af frjósprotum þeim, sem eru und-
irbúningur undir grasvöxtinn næsta sumar, og skil-
yrði fyrir honum. Sú eina haustbeit, sem takandi er
í mál, er að láta kýr ganga tímakorn á túninu, þegar
grös fara að sölna. Kýrnar horga allvel beitina, með
góðri og mikilli mjólk, og þær ganga ekki nærri rót-