Andvari - 01.01.1912, Qupperneq 126
88
Um túnrækt.
inni. Þó er ég hreint ekki viss um, að þetta sé til-
vinnandi. Getur vel verið, að betur borgaði sig að
gefa kúnum snemma á ínorgnana hafragras eða töðu-
tuggu, og sleppa þeim aldrei á túnið. Þetta er órann-
sakað. Væri vert að gera ýtarlegar tilraunir til að
fá fulla vissu um þetta atriði. Verstaf öllu er að líða
hestum að skafa túnin á vetrum. Þá sverfa þeir ofan
í svarta moldina, og flá bókstallega húðina af tún-
unum.
Þetta, sem ég hefi sagt um túnbeitina, mun eiga
víðast hvar við hér á Vesturlandi, og líklega mjög
víða á landinu. En þetta atriði er eitt afþvímarga,
sem þarf að ganga úr skugga um með tilraunum.
»Enginn regla er án undantekningar«, og svo getur
verið um þetta. Eg hefi heyrt, að menn hefðu víða
þann sið á Rangárvöllum að beita hestuin á túnin
seinni part sumars, og telja það nauðsynlegt lil þess
þau geti sprottið. Og ég tel líklegt, að Rangvelling-
ar liafi rétt fyrir sér, og að þar séu einhverjar sér-
stakar ástæður, sem heimta þetta. Er mögulegt, að
orsökin sé sú, að mosi vaxi um of á túnunum ef
þau eru ekki beitt. Eg hefi líka heyrt merka menn
halda því fram, að rétt sé að beita kúnum á túnin
á vorin. Segja þeir, að það bæti túnin, að beita
kúnum á þau í gróandanum. Ef þetta er rétt, þá
væri allmikið unnið við það, því auðvitað má beita
kúnum miklu fyr á tún en úthaga, og spara með
því talsvert fóður. Vœri þörf að rannsalca þetla rœkilega.
Það hefir leingi verið siður hjá öllum hirðu-
mönnum, að láta vaka yfir túnunum á vorin, og
verja þau fyrir öllum skepnuágangi nótt og dag. Er
þetta að vísu miklu hetra en ekki, og meira að segja
sjálfsagl, þar sem einhver hætta er fyrir því, að