Andvari - 01.01.1912, Síða 127
Um túnrækt.
89
skeptiur komist á túnið að nóttunni. En þessi tún-
varzla kemur ekki að notum, nema á meðan nóttin
er björt. Seinni part sumars er ekki hægt að koma
henni við. Og þessi vörn er ávalt ófullkomin og
óhentug. Hún veldur nokkrum troðningi um túnið
og er sjaldan fullkotnin beitarvörn.
Fullkomin (jripheld girðing er þuí eina jnllnœgj-
andi túnvörnin.
Þegar á að fara að girða túnin, er fyrsta verkið
að athuga og ákveða, hvar girðingin á að liggja, og
úr hvaða ejni hún á að vera. Túnin eru opt skækl-
ótt og skörðótt í laginu, og ættu menn að forðast að
fylgja takmörkum túnsins, þar sem svo stendur á.
Er opt betra að skilja einhvern skækil eptir af tún-
inu, en að krækja kringum hann með girðinguna.
En optast stendur svo á, að hægt er að innilykja
alt túnið, og nokkuð af utantúnslandi um leið, án
þess að leingja girðinguna, og þá er sjálfsagt að gera
það. Líka getnr staðið svo á, að eingjar liggi út frá
túninu á einn veg, og að það sé að eins lítil viðbót
við girðinguna að innilykja eingjastykkið með túninu,
og er þá ráð að gera það. Ef hægt er að sneiða hjá
því, að girðingin liggi undir fönn að vetrinum, þá er
rétt að gera það, einkum ef gaddavír er notaður.
Girðingar má gera úr ýmsu efni. Grjótgirðingar
eru beztar, þar sem ekki er mjög kostnaðarsamt að
koma þeim upp. Þær hafa ýmsa kosti: ekki þarf
að kaupa efnið; þær gera ekki jarðusla; eínið er ei-
líf eign, og að þeim má opt vinna á þeim tímum,
sem ekki verður unnið að öðrum jarðabótum. Grjót-
girðingar endasl misjafnt, eptir því hvernig grjótið
er, en mjög fer endingin líka eptir hleðslunni. Bezt
munu þeir grjótgarðar endast, sem eru einhlaðnir úr