Andvari - 01.01.1912, Síða 128
90
Um túnrækt.
stórgrýti eða liraungrjóti. í Olafsdal eru 36 ára
gamlir grjótgarðar einhlaðnir, sem aldrei hafa verið
lagaðir, og eru sauðheldir, en mikið af grjótinu er
stórgrýti. Ef grjótið er smátt, dugar ekki annað en
að tvihlaða. En tvíhlaðnir garðar endast opt lakar,
og því ver standa þeir sem þeir eru þykkri. Bezt
endast þeir ef grjótið er hrufótt. Eiga þeir að vera
sem þynstir. Varast verður að tylla á milli Jaganna
innan í garðinn með möl eða smásteinum. Það
klýfur garðinn smámsaman. í Otafsdal er til garð-
spotti um 60 faðm. á leingd sem, hlaðinn var fyrir
50 árum, úr fremur smáu, hrutöttu skriðugrjóti. Hann
er enn sauðheldur með 1 vírstreing, en talsvert er
hann farinn að gliðna og aflagast.
Ég held, að menn ættu yíirleitt ekki að hugsa
um að gera grjótgarða, sem tvíhlaðnir eru, sauðhelda,
nema þar sem bezt stendur á. Hitt tel ég betra að
gera garðinn ekki hærri en 3*/2—4 fet og hafa svo
1 eða 2 vírstreingi ofan á. Þá er garðurinn ótvílug
vörn fyrir öllu búfé. Og þá endist hann vel.
Torjgarðar gera talsvert grasnám og endast opt
illa. Sjaldan eru þeir gerðir svo háir, að sauðfé ráð-
ist ekki á þá. En víða stendur svo á, að ég tel rétt
að gera torfgarða, og mun þá réttast að gera garðinn
ekki hærri en 3x/2—4 fet, og hafa svo 1 eða 2 vír-
streingi ofan á honum. Ef þannig er um búið, hjrgg
ég að torfgarðar geti endst leingi, ef efnið er seigt
og vel er hlaðið. — Ég þekki hnausgarða hér í sveit-
inni, sem hlaðnir voru fyrir 40—50 árum, og eru
enn allstæðilegir og ótvílug vörn, með 2 vírstreingj-
urn ofan á. — Og torfgarðar munu geta endst miklu
lengur en þetta, þar sem efnið er rótgott, þétt og
seigt og veðrátta þurviðrasöm.