Andvari - 01.01.1912, Síða 129
Um túnrækt.
91
Þar sem svo stendur á, að plægja má meðfram
garðstæðinu og nokkurn veginn er slétt, er mikill
verkasparnaður að þvi, að plægja upp alt efnið í
garðinn. — Eru streingirnir þá hafðir svo breiðir
sem plógurinn getur losað og hér um bil 6 þuml.
þykkir. Svo er gengið á plægjuna með hnausaskera,
og streingirnir ristir sundur í hæfilega langa búta og
hlaðið úr þeim. Til að spara plægjuna má vel hafa
annað hvort hnausalag langsetis og troða mold á milli
innan i. En annað Iagið er þá látið binda þvert
yfir garðinn.
Sniddugardar allir, sem ég lieti séð, hafa endst
mjög illa, og tel ég þá lakasta.
Vörzluskurðir eru nokkru ódýrari en torfgarðar,
og geta stundum gert gagn með tvennu móli — varið
og þurkað. Varía er ráðlegt að gera þá, nema þar
sem jörðin er þélt og ekki mjög vot. Bezt er mó-
jörð. Vörzluskurðir eru þannig gerðir, að efsla lag-
inu — grasrótinni — er hlaðið á þann skurðbakk-
ann, sem að túninu snýr, svo sem 21/?-—3 fet á hæð,
og ekki minna en 9 þuml. frá brúninni. Eru svo
tekin 1 eða 2 lög upp úr skurðinum, og kastað inn
fyrir hnausagarðinn, og lagt laglega upp með honum
að innan, og ætti svo seinast að jafna ruðninginn og
slétta að innan, svo liann Iíli laglega út og geli gróið
með tímanum. Ef mýrin er nokkurn veginn slétt, er
hezt að plægja efsta iagið af skurðstæðinu, og nokk-
uð breiðara en skurðurinn á að vera, og hlaða svo
garðinn úr plægjunni. Svo má grafa skurðinn með-
fram garðinum eins og áður er sagt. —
Gaddavírsgirðingar eru nú óðum að ryðja sér til
rúms. Þær eru ódýrar í orði kveðnu, en þar er líka
hér um bil alt verð girðingarinnar útborgun úr l)ú-