Andvari - 01.01.1912, Page 130
5)2
Um túnrœkt.
inu. En bóndinn getur opt unnið að öðrum girðing-
um á þeim tíma, sem hann getur ekki unnið sér
neitt inn, og finnur hann minna lil þess.
Gaddavírsgirðingar hafa 4 kosti: að lljóllegt, er
að koma þeim upp, að þær eru óyggjandi vörn, ef
þær eru vel gerðar, og á meðan þær aflagasl ekki,
að hægt er að flytja girðinguna með sér, ef maður
færir sig búferlum, og að þær eru ódýrar. En ég tel
líka 4 galla á þeim: að þær veita ekkert skjól, að
þær þola ekki að liggja undir fönn, að þær eru ekki
með öllu liættulausar fyrir skepnur, og að vírinn
slaknar mjög með tímanum. Vírinn er nfl. strengd-
ur á sumrin; svo kemur veturinn, þá dregur vírinn
sig saman í kuldanum og verður þá eitt aí tvennu,
að vírinn tognar eða streingingastólparnir losna. Næsta
sumar hlýnar aptur, þá lengist vírinn við hitann og
slaknar. Sjálfsagt ber lílið á þessu, ef stutt er
milli stólpanna og 6 streingir í girðingunni.
Um endingu gaddavírsgirðinga er ekki liægt að
fullyrða mikið ennþá. Menn eru svo nýlega farnir
að nota þær. Margar gaddavírsgirðingar hefi ég séð,
sem hafa litið illa út, og verið farnar að bila, en
sjálfsagt hefir það stafað af því, að þær hafa verið
illa gerðar í upphafi. Ef girt er með gaddavír ein-
gaungu — einginn garður undir, — þá má ekki hafa
færri en 5 streingi, helzt 6, ef girðingin á að vera
sauðheld. Og sauðheldar ættu gaddavírsgirðingai' ætíð
að vera, hvort sem girðingin á að verja sauðfé eða
ekki. Ef girðingin er svo gisin, að sauðfé leiti á
hana, getur nýrúið fé á vorin rifið sig til skaða á
vírnum.
Eg tel réttast að hlaða lágan garð, 2x/2—3 fet á
hæð, úr grjóti eða hnausum eptir ástæðum, og hafa