Andvari - 01.01.1912, Side 133
Um túnrækt.
95
ekki að gera, að láta sér nægja að pæla sundur þúf-
urnar með spaða eða kvísl og lierfa svo. Þó eru þeir
verst farnir, sem hvorki brúka plóg né herfi. Þeir
halda gamla laginn að mestu leyti.
í sumum sveitum eru til svo grýtt tún, að það
þykir tæplega tilvinnandi að nota plóg, en óvíða er
það, sem betur fer. Þar ættu menn samt að hafa
hesta til að draga grjótið úr flaginu, og þarf þá til
þess járnkeðjur. Þegar búið er svo að færa burtu
grjótið og pæla ílagið einu sinni, ætti að herfa það
og plœgja síðan, ef sléttan á að verða endingargóð.
Menn vinna sér alment þúfnasléttun talsvert
erfiðari en þörí er á. Aðferð manna er vanalega
þessi: Rist er ofan af ákveðnum teig, lorfið tekið af
honum og lagt i bunka til beggja liliða. Svo er ílagið
plægt eða pælt og búið undir þakningu. Þá er torfið
fært inn á teiginn aptur og þakið með því. Með
þessu móti vinna menn þrent óþar/t: Færa torfið
tvisvar sinnum og bunka það, í stað þess sem ekki
þarf að færa það nema einu sinni, ef rétt er farið að.
1 öðru lagi skemmist torfið á því, að liggja í bunk-
um svo dögum eða jafnvel vikum skiptir. Grær þá
slétlan seinlega, og verður opt ekki slæg það sumar,
sem sléltað er. Og í þriðja lagi gera þökurnar gras-
nám, þar seni þær liggja í kringum flagið, og því
meira kveður að þessu, sem þær liggja lengur i
bunkunum. — Ég hefi jafnan, siðan ég byrjaði að
slétta hér í Olafsdal, farið öðruvísi að.
Eg byrja fyrst á því, að rista ofan af 3—4 fðm.
breiðum teig, tek það torf burt og nola það ekki lil
að þekja með því. Nú plægi ég ilagið og herfa, þar
til ég álít það nógu vel unnið. Jafna ég flagið jafn-
óðum, svo að það verði alt jafn þétt undir þakning-