Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 139
Um túnrækt.
101
mér það lakara en sú aðferð, sem eg heli jafnan TÍð-
liaft, nfl. að moka úr strax á haustin, svo vel sem
unt er. Túnið í Ólafsdal er hallalítið, með moldar-
ríkurn og þéttum jarðvegi, svo ekki er hætt við miklu
frjóefnatapi. Þegar mokað er úr á hauslin, koma
frjóefni áburðarins alstaðar jafnt að notum, ogafþví
að svo lílið rignir ofan í jörðina á hverjum stað, eru
líkur til, að hún geti geymt það alt til vors.
Aptur á móti ef áburðurinn liggur í hlössutn
að vetrinum, sígur mikið af frjóefnum ol'an í hlassa-
stæðin og í kringum þau, svo þar verður, ef lil vill,
ofmikið af þeim, og brennur þá undan hlössum í
þurviðra-vorum. En á milli hlassanna fær jörðin
ekki nema hrakið úr áburðinum, sem erorðiðmiklu
kraptminna en áburðurinn var upphatlega. Túnið
verður því misjafnt sprottið — loðnir toppar þar sem
hlössin lágu, en snögt á milli, og yfir höfuð verður
spreltan lakari heldur en ef dreift hefði verið úr á-
hurðinum að haustinu. Þegar vel er mokað úr á
haustin sprettur alstaðar jafn vel.
Urmoksturinn hefir líka þann kosl, að ávinslan
á vorin er miklu minni en ella. Eg hefi liagað henni
þannig: A vorin snemma, þegar áburðurinn fer að
þorna, læt eg slóðadraga all túnið, svo að áburðar-
kögglarnir myljist vel. Læt svo þessa mylsnu liggja
túninu til hlífðar við næðingum, þar lil eg held að
mestu kuldar séu um garð geingnir, og verulega fer
að gróa. Þá læt eg raka öllu hrakinu saman í hrúg-
ur, með lirífum, en lofa sallanum að liggja eptir í
rótinni. Svo eru hrúgurnar lluttar burtu, og er þá
bæði ávinsla og túnbreinsun búin. Og eg hefi ekki
séð annað en að túnið hafi mjög gott af þessari ávinslu,
svo lljótleg sem hún er.