Andvari - 01.01.1912, Side 140
102
Um lúnrækt.
Hratið, sem eptir verður á túninu eptir veturinn,
er ónýlt til áburðar. Öll frjóefni komin ofan í tún-
ið. Eg hefi reynt að bera afrakið í hafraflög, og var
ekki að sjá, að það gerði nokkurt gagn. Afrakið lieíi
eg svo til að blanda með því áburð — þerra upp
þvagið í fjósinu — ásamt mómold og annari mold.
Þar sem þúfur eru, ættu menn að skipta áburð-
inum upp á þær á haustin, eins og allir gamlir hirðu-
samir bændur gerðu. Sá gamli og góði siður liefir
mjög lagst niður á seinni árum, einkum siðan að
taðkvarnirnar komu til sögunnar. Flestir kasta nú
hlössunum á þúfurnar, ef þeir bera nokkuð á þær,
og láta þau liggja þar allan veturinn. Þetla gerðu
nú líka margir i mínu ungdæmi. Á vorin taka menn
til hlassanna, mylja þau og ausa svo mylsnmmi yfif
þúfurnar, ef menn bera þau ekki af túnunum aptur,
sem stundum kemur fyrir á votviðrasömum vorum.
Fyrrum muldu menn hlössin með kláru eða vallar-
kvísl, og var það seinlegt. Nii mala menn þau með
taðkvörn. En þessi áburðar- og ávinslu-aðferð er
með öllu óhafandi. Þcgar áburðurinn er látinn liggja
í hlössum í þúfunum rignir mesli krapturinn úr hon-
um og sígur ofan í jörðina í lautunum, og kemur
þar að litlum notum. En hrakið, sem ausið er yfir
þúfurnar, liggur vanalega þurl ofan á rótinni eða
fýkur ofan í lautirnar, ef ekki rignir strax eplir að
ausið er. Áburðurinn verður þannig þúfunum að
lillum notum, og þó er mikið haft fyrir honum.
Þúfnatað koslar minni fyrirhöfn, og gerir margfall
meira gagn.
Ef menn bera haugtað á þúfurnar á annað borð
— bezt er að bera for á þœr, — þá á að gera það
svo, að þúfurnar haíi Uot af því. Á þá að skipta