Andvari - 01.01.1912, Síða 141
Um túnrækt.
103
áburðinum upp á þær í smáklessur, strax um leið
og borið er á. Svo þegar vorið kemur, eru öll frjó-
efni lir áburðinum sigin ofan i þúfurnar, og korna
þeirn að notum. Garnla fólkið muldi þúfnataðið á
vorin með lófunum ofan í þúfurnar, þegar taðið var
hæfilega þurl. Þetta var ekkert sérlega seinlegt verk,
og alls ekki erfitt. Eg kann það enn, síðan eg var
unglingur. Og ef þúfnataðið er látið í þunnar
klessur á haustin, þá væri túninu Iítill skaði gerður,
þó að því væri ekki núið ofan í á vorin, heldur snúið
við og látið fullþorna, tekið svo saman og haft til
eldiviðar, ef menn liafa ekki tíma til að nudda það
ofan í. Auðvitað gerir sallinn nokkurt gagn, með
því að skj'la nýgræðingnum, en frjófefnin eru lítil
eða engin í honum.
Einstöku menn, sem i hvívetna eru snyrtimenn
í búskapnum, nota enn þá þúfnatað, og þeirn mönn-
um ætti að fjölga á meðan svo mikið er eptir af
þúfunum, að nokkur áburður er afgangs handa þeim.
Sjállsagl er að láta slétturnar ganga fyrir, ef ekki
verður borið á alt túnið. Það er afsakanlegt þó að
menn beri ekkert á þúfurnar, þar sem alt kapp er
Iagt á að eyða þeim, og meiri parlur túnanna er orð-
inn sléttur. Þar hafa menn Iíka naumast áburð af-
gangs handa þúfunum.
Sauðalaðið væri bezl að bera á á útmánuðum,
og mala það þá strax og dreifa því jafnt um túnið.
En þessu verður ekki komið við, ef fönn liggur á
túninu, enda er all-ilt að mala sauðataðið nýtt. Eg
heft borið sauðalað á á baustin, og mulið það svo
vel með skóflu, sem unt er, og mokað svo vel úr.
Á vorin er það svo slóðadregið strax sem það er
hæfilega þurt, og molnar það þá vel. Síðan er hreins-