Andvari - 01.01.1912, Qupperneq 142
104
Um túnrækl.
að, þegar vel er farið að gróa. Raunar er eg lirædd-
ur um, að eg missi nokkuð af frjóefnum laðsins nieð
þessu lagi, því túnið, seni það er borið á, hefir frem-
ur grunnan jarðveg og lausan. En eg sé mér ekki
annað fært en að bera taðið á á haustin, vegna þess,
að vanalega liggur snjór á túninu fram á vor, og
þegar liann leysir, koma opt kuldar og næðingar, og
voráburður mundi þá gera iítið gagn.
Ef hrossataði er safnað sér, ætli að bera það
út á túnið, livenær sem autt er, og dreifa því strax.
Kemur það þá vanalega að góðuni nolum.
Lacjaráburð (jor), hvort heldur safnað er við fjós
eða bæ, er bezt að bera á á vorin snemma, áður en
fer að gróa, en einnig má bera liann á í gróandan-
um, ef rigning er eða lögurinn blandaður með vatni.
En ef sterkur lagaráburður er borinn á í þurviðri í
gróandanum, getur brunnið undan honum. Á haustin
iná einnig bera þennan áburð á, en minni not þykja
þá verða að honum en á vorin.
Iive mikið á að bera á? Það er eitt al'því marga,
sem ekki er unl að gefa reglur fyrir enn sem komið
er. Það væri fróðlegt og gagnlegt, að gerðar væru
rækilegar tilraunir til að fá vissu fyrir því, hve mik-
inn áburð túnin borga bezt. Menn vita raunar, að
þar sprettur betur, sem mikið er borið á, heldur en
þar sein litið er borið á. En þar með er ekki sann-
að, að bletturinn, sem fékk mikla áburðinn og spratt
betur, borgi kostnaðinn betur en sá, sem fékk minni
áburð.
Og svo er annað aðgætandi. Túnin þurfa mis-
munandi mikinn áburð til að gefa jafnmikla töðu.
Kemur þetta af mismunandi jarðvegi og mismunandi
veðráttu. Moldarrík tún með hæfilega þéttu undir-