Andvari - 01.01.1912, Síða 145
Um túnrækt.
107
ætti að dragast leingi úr þessu, að hyrjað væri að
yngja Olafsdalstúnið upp. Hefi ég liugsað, að fara
mætti að því á þessa leið: Ég mundi láta plægja
grasrótina ofan af 4 faðma breiðum teig, svo laung-
um, sem áslæður leyfa — í 2 — 3 þuml. þykkum og
8—10 þuml. breiðum streingjum. Plógurinn þarf að
hafa breiðan skera, og skeri og ristill verða að bíta
vel. Golt væri að liafa plóg með hjólristli. Svo léti
ég ganga á plægjuna ineð fyrirristukníf eða Ijá, og
rista streingina alla þvert um i 2 feta langa búta.
Síðan mundi ég láta flytja þetta torf burtu, og þekja
með því llag, senr ég hefði áður undirbúið í því
skyni. Nú léti ég plægja llagið og mylja og bera í
það áburð. Mundi ég þá láta plægja svo sem 6—7
þuml. djúpt. — Annaðhvort mundi ég sá höfrum í
llagið, og þekja það ekki fyr en næsta vor, eða ég
léti strax plægja grasrótina ofan af jafnstórum teig
við hliðina, rista streingina sundur og þekja með torf-
inu saina dag.
Ef höfrum er sáð í flagið, — en meira ælti að
endurnýja en einn teig á ári, — þá má byrja sama
vorið á tveimur eða fleiri stöðum í túninu, eptir því,
livað mikið maður vildi liafa undir. Næsta vor ætti
svo að jafna llagið eða flögin ef þarf, svo snemma
sem unt er, bera ábnrð í flagið á ný og þekja svo
með lifandi torfi af jafnstórum teig við hliðina.
Þegar túnið væri alt upp unnið á þennan hátt
— væri alt orðið endurnýjað — verða eins mörg
llög seinast eptir, eins og teigarnir voru margir, sem
byrjað var á, og er þá tvent til ráða. Annaðhvorl
að byrja aptur að endurnýja túnið i annað sinn, eða
í öðru lagi að sá grasfræi í síðustu teigana.
Sláttur á ti'mum er ekki talinn til túnræktar, en