Andvari - 01.01.1912, Page 146
108
Um túnrækt.
hann er henni samfara, og því vil ég fara um hann
táum orðum.
Þar sem ég þekki til, hér á Vesturlandi, byrja
menn vanalega túnsláttinn svo snemma sem hægt er,
og það er rétt gert. það er einkum þrent, sem mælir
með því að byrja sláttinn svo snemma sem árferðið
leyíir. / fyrsta lagi er það áríðandi til þess að ta
sem leingstan tíma til heyskapar. I öðru lagi hefir
snemmslegin taða miklu meira íoðurgildi en síðslegin.
Um það leyti, sem töðugrösin eru að byrja að blómstra,
eru þau alt að því fullvaxin, og þá eru þau talin
hafa mest fóðurgildi, og leingur ætti ekki að draga
að slá þau. Eptir það verða þau því lormeltari og
lakara fóður, sem leingur líður, og þó að taðan vaxi
nokkuð eptir það, þá er það ekki tilvinnandi. /
þridja lagi ber nauðsyn til að slá snemma vegna ill-
gresisins í túnunum, sem er einkum brennisóleg, tún-
/ífill og túnsúra. Því leingur sem dregið er að slá,
því meira þroskast af þessum jurtum og fellir fræ og
útbreiðist því meira. Svo iná geta þess, að ef menn
hugsa til að tvíslá, þá þarf að slá fyrri sláttinn áður
en grasið er fullsprottið. Annars er hætt við að túnið
verði of síðhúið fyrir háarslátt.
Ég álít annars, að ekki sé með jafnaði mikið
unnið við það, að slá há, nema menn hafi ráð á
mjög miklum áburði í samanburði við lúnslærð.
Hér á Vesturlandi mun það tæplega vera tilvinnandi,
nema í beztu árum. Ef svo vel árar að byrja megi
fyrri sláttinn í 10. viku sumars, og náist þá taðan
bráðlega af túninu, má slá seinni sláttinn í 15.-—16.
viku sumars, og óráðlegt er að draga það leingur.
Það er hættulegt að slá hána seint, því ef mikil
næturfrost koma á túnið nýslegið, getur það skemst