Andvari - 01.01.1912, Page 149
Ríkisráð Norðmanna og Dana gagnvarl Islandi. 111
Konráðs Maurers o. fl., og hversu hann drægi undan og
léli ógetið annara ummæla þessara og fleiri höfunda,
er liann léti að einhverju getið. I3enna óvanda hefir
hann ekki enn þá lagt niður, en hans gætir þó í
smærri stíl í hinu nýja riti en áður. Hetir Berhn
ekki heldur dirfst að synja fyrir þessar yfirsjónir sínar.
I stað þess hefir hann nú, enn framar en áður,
brugðið andstæðingum sínum um það, að þeir berð-
usl ekki ineð vblanke Vaabena. Berlin samir þó sízt
að vanda um að þessu leyti, manni, sem kunnur er
og sannur orðinn að jafnóráðvendnislegri meðferð á
orðum og skoðunum annara manna. Mundi honum
standa sjTnu nær að gæla bétur rétthermis um orð
manna og heimildarrita. Að öðru er óþarft að fara
ýtarlega út í þessa hlið málsins. Skal hér eflir gerð
stutt grein fyrir efni þessa nj'ja rits Berlins.
Hann skiftir riti sínu í VIII kafla. Til gleggra
yfirlits verður liver kafli tekinn út af fyrir sig.
I. kafli er »inngangur« (Indledning«), bls. 5—9.
Par leitast höfundurinn við að lýsa skoðunum manna
á afstöðu ríkisráðs Norðmanna og Dana gagnvart
íslandi. Hlutdrægni kennir þegar á 1. blaðs., þar
sem höf. getur ritgerðar próf. I. E. Larsens um »Is-
tands hidtiiværende statsretlige Stilling«, Kaupmliöfn
1855. Bilgjörð þessa kallar hann »iovrigt saa
fortjenstfuld Afhandling«. En hún er þó í raun
réttri nauða ómerkileg, sjálfsagt hvergi herandi sam-
an við önnur rilsmíði þessa lærða og glögga höfund-
ar. Aftur á móti eru ritgjörðir Jóns Sigurðssonar
alls ekki »fortjenstfulde« á máli Berlins, og' eru þær
þó ólíkt veigameiri en ritgjörð Larsens, hvort sem
fallist er fremur á skoðanir Larsens eða hans um
réltarslöðu íslands. Þessum kafla ritgjörðar Berlins