Andvari - 01.01.1912, Page 150
112
Ríkisráð Norðmanna og Dana
kippir í kynið til fyrri ritsmíða höfundarins. Hann
heldur enn fram uppteknum hætti að drólta hlut-
drægni og óráðvendni að Jóni Sigurðssyni og ýmsum
öðrum, sem ekki liafa samsinl skoðunum hans (o:
Berlins). Ennfremur getur höf. ekki varist þess að
gera sig sjálfan hlægilegan með sjáifshóli því, sem
hann hleður á sig fyrir rannsóknir þær, er hann
kveðst hafa gjört um afstöðu íslands gagnvart ríkis-
ráði Dana og Norðmanna. Þ^ddst hann liafa fundið
þar margan nýjan og óþektan sannleika. Nýjar stað-
reyndir virðist höf. þó engar hafa fundið, skjöl eða
slíkt, því að þau gögn, er liann hefir notað, munu
flest eða öll hafa verið þekt áður hann samdi
þetta rit. Hitt er annað mál, að hann hefir skýrt
ýmislegt í þeim gögnum á annan hátt en sumir menn
hafa gert bæði fyrr og nú.
í þessum kafia mun höf. ekki fara rangt með
orð eða skoðanir annara manna, að minsta kosti ekki
að ráði, eptir því sem séð verður, og er það góðia
gjalda vert og allmikil framför frá því sem áður hefir
Aerið að venjast af honum.
í næsta kaíla, hls. 9—23, er skýrt — eða það
ætlar höfundurinn sér auðsýnilega að gera — frá
afstöðu íslands til konungsráðsins norska eða ríkis-
ráðs Norðmanna til 1320. Það er enginn ágreining-
ur um það, að ráðið norska (eða »beztu menn«) hati
skift sér af ýmsum íslenskum málum þegar frá því
er landið gekk konungi á hönd eða að ininsta kosti
frá því eftir 1281, þegar Jónsbók var lögtekin á al-
þingi. Um hitt skilur menn á, hvort lögheimild haíi
verið til slíkra afskifta. Höf. fer mjög lauslega út í
þetta atriði, sem er þó aðalkjarni málsins. — IJað