Andvari - 01.01.1912, Síða 152
114
Rikisráð Norðmanna og Dana
sömu eða samskonar orða í íslenzkum réttarheimild-
um frá miðöldum.
Einnig hefir höf. farið mjög fljótt yflr sögu um
staði þá í Jónsbók og öðrum samtíða heimildum,
sem máli skifta, og í raun réttri ekki gert annað en
rifja upp það, sem bæði liann sjálfur og einkum aðrir
höfðu áður sagt um það efni. Hann segir, að orðin
í þingfararbálki Jónsbókar 4. og 9. kap., þar sem
konungi er með ákveðnu fororði veitt heimild til að
dæma íslenzk mál með »skynsamra« manna ráði,
heimili ráðinu norska dómsvald í íslenzkum málum.
Það liggur þó í augum uppi, að ályktun þessi er
nokkuð djörf. Næst liggur jafnan, svo framarlega
sem þess er kostur — og svo er hér — að skilja ís-
lensk lög eftir íslenzkri málvenju. En hér stendur
neitun gegn neitun og má lengi um þetta þrátta.
Hirðskrá 15. kap., þar sem talað er um, að kon-
ungur kunni að gera jarl til íslands með yxjódra
manna ráði«, skiftir auðvitað engu máli um afstöðu
ráðsins norska gagnvart íslandi. Fyrst og fremst er
hirðskráin norsk lög, sem gilti að visu um samband
konungs og þeirra allra, sem í hirðlög hans gengu,
en ekki heldur um aðra. í annan stað er ákvæði
hirðskrárinnar öldungis einhliða orð konungs og liirð-
manna hans, sem aldrei hafa hlotið hér samþykki
rétts aðilja, alþingis.
Höf. vill byggja ákaflega mikið á orðum Loðins
lepps, umboðsmanns konungs, er Jónsbók v:ar lögtekin
á alþingi 1281. Þetta virðist þó hæpið, því aðauðvitað
verður Loðinn ekki síður málflutningsmaður konungs
við þetta tækifæri en höfundurinn sjálfur málflytjandi
Dana í ritum sínum. Það má vel vera — og því hefur
enginn neilað, svo að kunnugt sé — að konungur bafi