Andvari - 01.01.1912, Síða 154
11G Uikisráð Norðmanna og Dana
til aljnngis1), og segir þar, að y>þeir enir beztn menn
n alþingi« megi kjósa sér lögmann, með því að sjálf-
ur segi hann af sér löginannsembættinu. Er nú lík-
legt eftir sambandinu, að »beztu menn« í bréfi bisk-
ups tákni ríkisráðið, en »alþingismenn« (lögréttumenn
o. 11.) í bréfi Ara sonar hans? Það er enginn eíi á
því, að wbeztu menn« merkir hið sama í báðum bréf-
ununi. Þessi meðferð og skýring á íslenzkum heim-
ildarrilum er eitt dæmi af mörgum upp á atferli
þessa höfundar.
í næsla kafla lalar höf. um hlutdeild ríkisráðsins
í dómsualdinu. Þar er þó alveg laust við, að nokk-
uð sé nýtt frá höf. Alt er það margtuggið, sem þar
stendur. Og þessi kafli sýnist einna lítilfjörlegaslur
alls ritsins. í Andvara 1910 var dómsvald ríkisráðs-
ins rakið til siðaskifta, og það verður ekki betur séð,
en að höf. liafi allan efniviðinn í kaflann þaðan, þótt
liann sé ekki á sama máli sem Andvara-höfundurinn.
Það er og tekið fram í Andvara, að íslendingar hafi
skotið málum sínum til konungs, einkum úr því fer
að líða á 15. öldina, svo að það er engin ný upp-
fynding hjá Berlín, að íslenzk mál liafi farið út úr
landinu undir dóm konungs og ráðsins. Og að ein-
stakir menn hafi samþykt dómsvald ríkisráðsins er
ekki heldur nein nýjung, þvi að það er alkunnugt.
Frumheimildin, í Jónsbók, þingf.b. 9. kap., sem vitn-
að hefir verið til, er jafn vafasöm fyrir þvi, auk þess
sem hún, borin saman við Jónsbók, þingf.b. 4 kap.,
virðist taka að eins til þeirra mála, er ágreiningur varð
um meðal lögréttumanna.
1) Safn II, 209-210.