Andvari - 01.01.1912, Side 158
120
Rikisráð Norðmanna og Dana
eða rit hans,’ nema lljótlega. En ef þær ern margar
jafn-ábyggilegar og þessi, þá er ekki mikið gefandi
fyrir þær.
Síðast endar höf. með hjartnæmri bæn, líkt og
Rjörn M. Ólsen hefir gert í ritgerð sinni í Skírni 83.
árg. Og svo þarf Beriín enn einu sinni að hæla sjálf-
um sér.
Heildardómur um bókina er þessi, að mjög fátt
eða nœr ekkert er það i henni, sem ekki var fram komið
áður, annaðhvort hjá hö/. sjál/um cða öðrum; höf. er
langorður úr hófi /ram, og drekkir víða kjarna máls-
ins i mœrðinni, og er bókin þvi fremur óskemtileg og
þunglamaleg, enda óþaija endurtekningar viða. Kostur
ritsins er aðallega sá, að höf. hefir safnað að miktu á
einn stað því, sem áður hefir verið skráð um efnið.
Með orð annara er sumstaðar farið gálauslega eða ó-
ráðvandlega, eins og höf. hefir jafnan áður tíðkað, er
hann hefir ritað nm þessi efni.
Pappír er góður í bók Berlins. Skemtilegar lil-
vitnanir eru sumstaðar i lienni. Á bls. 120 vitnar
hann t. d. í »vísindarit« eitt eftir meistara Boga Mel-
steð, sem nefnist »Stutt kenslubók i Islendingasögu
1907«. Þetta kver á að vera barnaskólabók. Berlin
gabbaði Ragnar ritstjóra Lundborg einhverntíma fyrir
tilvitnun í »Adressebog« Sveins yíirdómslögmanns
Björnssonar. En er þá tilvitnun Berlins, í algerlega
óvísindalega barnaskólabók eftir Boga, síður hlægi-
leg hér?
Ljómandi skemtileg prentvilla er það (bls. 53, 3.
neðanmálsgrein), er vitnað er til þessa fyrnefnda merki-
lega vísindarits meistarans. Það heitir þar „stult“
kenslubóka. Kunnugir menn höf. kenslubókarinnar,