Andvari - 01.01.1912, Page 161
Frá einokunartíðinni.
Kæra Þórðar sýslumanns Hinrikssonar 1647 fyrir hönd
Borgfirðinga yfir verzlaninni.1)
Eptir AM. 381 Fol., sem er frumrit á pappir(uppliast).
Þórður Hinriksson hefir skrifa látið vegna innbyggj-
ara Þverárþings1).
Upp á það, að þess íslenzka Campagnies kaup-
mönnum, sem höndlun hafa við kong. maiestets und-
irsáta úr þessari sýslu, Þverárþingi, mætti þess held-
ur vitanlegt vera, hverninn slags hrak og endemi þeir
eigi hurt frá landinu að halda, og ekki samanmeing-
ast láta við þá vöru, sem í taxtanum af konunglegri
tign er befalað, að hingað skuli flj'tjast, svo og um
kaupmanna lröndlun hér í landi ásamt þeirra undir-
kaupmanna, hverninn þeir eigi sér að haga, viljum
vér undirskrifaðir, vorra eptirkomandi niðja vegna,
undanskilja þetta eptirskrifað, og kaupmennina við
vara trúlega, og biðjum, að þeir vildu í bezlu mein-
ing kristilega og sanngirnilega upptaka fyrir oss vel
meinta viðvörun.
1) Þórður sendi jafnhliða kœru sama efnis á dönsku, og
nærri þvi eins skemtilega.