Andvari - 01.01.1912, Síða 163
Frá einokunartíðinni.
125
skemma mélið, svo það verður utan með stöfunum
sem annað klý eða mj'glað draf, sem hentara er ut-
anlands að gefa svínum en selja með svo fullu verði,
sem gott, hreint rúgmél á hér af oss að kaupast.
í sjötta máta afsegjum vér það mél, sem er
ramt ogbeizkt, í brauði eða mat og hefir langar haf-
urskálir í sér, og þvilíkt korngras, því vér meinum
það ekki vera rúgmél og viljum ekki það mél kaupa
fyrir 80 fiska tunnuna i einkaupi.
í sjöunda máta afskiljum vér, að kaupmenn eða
þeirra þjenarar láti sjó eða vatn saman við það brenni-
vín, þeir oss selja, því úr þess konar sjó eða vatni
fáum vér hvorki fisk né silung til gagns. Þurfum
og hvorki kaupa sjó eður vatn i íslandi, því vor guð
veitir oss það hvorttveggja til þarfa. Svo höfum vér
nægan skilning feingið sjálfir, að blanda brennivínið
eptir vorri hugarlund. í sama máta afskiljum vér
það brennivín, sem í skálinni lætur eptir sem grugg
og berma svo beizkt sem pipar brennir bálsinn, eða
ramt og illa smakkandi, heldur beiðunstum vér af
kaupmönnum þess brennivíns, sem af borgmeisturum
og ráði er kent gott og nýtt að vera, og þess vert, að
potturinn sé seldur upp á 8 skild. í einkaupi, en 4
skild. í hundraðskaupi.
í áttunda máta afsegjum vér þann mjöð að betala,
sem, þegar hann er drukkinn, svíður hann í hálsinn
ámóta og edik, en þembir upp mannsins líf, svo
manni liggur við að springa. í annan máta afsegj-
um vér þann mjöð, sem skömmu seinna verður dauf-
ur og fúll í sínu eigin íláti, þegar hann hefir nokkra
stund staðið, því að vér meinum svoddan slags mjöð-
ur sé annaðhvort af slæmuin kostum gerður eða
skemmilega blandaður.