Andvari - 01.01.1912, Side 169
Avarp Pingeyinga.
131
stjórnarmanni ríður á að hafa, ef stjórn lians á að
vera með því afli og áliti, og vera svo óyggjandi og
fara í því lagi, sem nauðsyn er á.
Vel skilst oss það, að ekki geta oss heldur en
öðrum lilotnast alfullkomnir valdstjórnarmenn, er
aldrei kunni skjátlast; það vitum vér og, að mörg
hlýtur að vera valdstjórnar úrgreiðsla einstaklegra
mála, sú er megnum vafa sé bundin, og hljóti að
lykta svo, að hún ekki verði að allra skapi; kemur
oss ekki í hug að gefa nokkrum manni slíkt að sök.
I3að er oss einninn Ijóst, að enn þótt vér væntum
annarar úrgreiðslu og lykta á þjóðmálefnum vorum
heldur enn urðu fyrir hin snubbóttu slit Þjóðlundar-
ins í fyrra, sem öllum landsbúum féll næsta illa í
geð, þá megi nú vart gefa það konungsfulltrúanum
að sérstaldega vítaverðri sök, með því erindisbréíi,
sem nú er orðið Ijóst, að hann liafði, og ekki grun-
laust um ískyggilegar tillögur annara um þau efni,
og einkum úr því stjórnin virðist nú að hafa lagt
fult samþykki sitl á allar þær aðgerðir yðar, — en þér
hafið, herra Jurgin Ditleifur Trampi, í stiptamtmanns-
embætti yðru sýnl yður í því, að misbjóða almenn-
um og óröskuðum réttindum vor Islendinga.
Vorið 1851 meinuðuð þér að prenta hér í Iandi
sýslunefndarálitin, og leyfðuð þó haustinu fyrir, að
kjósa yður sjálfan í nefndina, sem fyrir því átti að
gangast; en þau feingust þó öll prentuð í Kaupmanna-
höfn án forboðs lögreglustjórans þar í staðnum. Sama
vorið bönnuðuð þér fundarhöld með oss, og hótuðuð
sumum embættismönnum embættistjóni, sem vildu
fyrir þeim gangast, þótt það færist fyrir að fylgja
því fram. Hið sama ár lOda Nóvember skipuðuð
þér öllum sýslumönnum á landi bér að jafna niður