Andvari - 01.01.1912, Síða 171
Avarp Pingeyinga.
133
heldur en vér berum skyn á og þekkingu, að þeir haíi
bakað sér. í raun og veru virðist oss svo sem helzt
þeir mennirnir liafi fyrir því orðið, sem vér berum
ekki hvað sízt traust til um einlægni og vilja á að
gagnnst fósturjörð vorri á j'msan veg.
Ekkert at því, sem vér höfum hér fært til, eign-
um vér einskonar beinni varmensku yðar, eða því,
að þér viljið skaða oss vísvitandi, heldur ætlum vér
það muni vera Ijóst, að þér hvorki berið fulla kunn-
áttu né lag né hamingju til þess að vera oss sá æðsti
yfirboðari, sem konungur heíir til ætlazt, eða svo, að
vér megum una við það ugglausir og með því trausti,
sem slík embættisstaða við þarf, ef vel á að fara.
Þér vitið og að ekki eru það íslendingar einir,
og ekki hafa þeir orðið fyrstir lil þess að kveða upp
á þennan veg mistraust til yðar; sjálfir landar yðar
liafa orðið til þess fyrri. Fyrir ári liðnu stóð svo í
einu helzta blaðinu í Danmörku, að menn trej'stu
því, að stjórnin hugsaði þó ekki til að styðja yður
hér uppréttan leingur en næsta veturinn.
Því skjótum vér því nú til dreingskapar yðar, hvorl
yður ílnst nú ekki fult tilefni til þess, að þér, fyrir
sjálls yðar sakir og allra Islendinga, biðjið konung-
inn að lofa yður héðan sem fyrst, og veila yður ann-
að embætti í Danmörku.
Skrifað í Þingeyjarsýslu í Októbermánuði 1852.
Jóhannes Kristjánsson.
Björn Pálsson.
Arni Guðmundsson.
Jónas Jóhannesson.
Guðmundur Jónsson.
Jóakim Jóakimsson.
Kristján Jóhannesson.
Oddur Sigurðsson.
Sigurður Ólafsson.
Egill Haldórsson.
Guðlaugur Guðlaugsson.
Guðmundur Þórðarson.
Andrés Helgason.
Jón Asmundsson.
Jóhannes Oddsson.
Guðmundur Sveinsson.