Andvari - 01.01.1912, Blaðsíða 192
154
Hvernig skrifa sumir íslendingar
málinu í fyrstu og legði það til, að sínir flokksmenn íæri
hvergi, heldur skyldi þeir Hafsteinsliðar sitja einir að sumbli
og krásum. I þeirri för varð það meðal annars til tíðinda, að
lslenzku þingmennirnir áttu tal við þingmenn Dana um um-
bætur á sambandi landanna. Einn af íslenzku þingmönnunum
skrifaði þá ennfremur grein í danskt blað (Politiken), þar sem
hann lagði aðaláherzluna á eptirfarandi atriði: i, sambandi
landanna sé skipað með lögum, samþyktum af Alþingi og rík-
isþinginu danska, enda verði þar til skipuð nefnd af þing-
mönnum beggja þinga, og komi þau lög í stað Stöðulaganna;
2, Höfuðstóll ríkissjóðstillagsins danska verði greiddur í eitt
skipti fyrir öll; 3, Island verði tekið upp 1 embættisheiti
(titil) konungs; 4, ráðherra Islands verði skipaður með undir-
skript sjálfs sín eða undirskript fráfarandi Islands ráðherra.
Árið eptir, 1907, heimsótti konungur landið ásamt 40 þing-
mönnum Dana. Skipaði hann þá 31. Júlí, samkvæmt tillögum
beggja þinga, nefnd tslenzkra og danskra þingmanna til þess
að gera tillögur um skipun sambandsins milli landanna. Nefnd
þessi sat svo á rökstólum í Kaupmannahöfn frá því í Febrúar
og þar til 1 Maíbyrjun 1908.
Nefndarmennirnir íslenzku gerðu í nefndinni skriflega
grein fyrir afstöðu sinni í málinu, Héldu þeir því þar for-
takslaust íram, að Islendingar í öndverðu hefði geingið á hönd
Noregs k o n u n g i einum, og að ekki hefði þeir síðan selt
neinni aunari þjóð í hendur forræði yfir sér, svo að lögbind-
andi væri. Stóðu þeir þar á skoðunum þeim, er Jón Sig-
urðsson og aðrir íslendingar hafa jafnan haldið fram. Nú
bárust þær fréttir heim til Islands af málalokum í nefndinni,
að nú skyldi Island ná þeim rétti, sem það hefði beztan hait
í sambandinu samkvæmt sögulegum rökum.
Þegar svo varkomið, ritaði prófessor dr. IJjörn M. Ólsen
ritgerð í Andvara 1908, er hann nefndi »U m u p p h a f k'o n-
ungsvalds á íslandi*. Skýrir hann þar réttarstöðu
landsins eptir Gamla-sáttmála, og kemst þar (á bls. 68) að
þessari niðurstöðu: ))l’að liggnr í angtim uppi,1) að allar
skuldbindingar íslendinga í þessum sáttmála eru eingaungu
miðaðar við persónu konungsin s,a) og að þeir ganga
honum sjálfum á hönd, en ekki Noregsríki. Einginn Norð-
1) Leturbreydng gerð hér. 2) Leturbreyting B. M. Ó. sjálfs.