Andvari - 01.01.1912, Síða 194
156 Hvernig skrifa sumir íslendingar
sáttmálanum að svo miklu leyti, sem skjöl geta trygt rétt
þjóða.
Eins og áður var sagt, fullyrti Björn M. Ólsen í þrátt-
téðri Andvara-ritgerð sinni, að Norðmenn og íslendingar hafi
ekkert annað sameiginlegt haft en konunginn.
En 1 blaðinu Reykjavik (35. tölubl.) svo sem tveim mánuðum
siðar, segir hann íortakslaust, að hermálin hafi verið sameig-
inleg milli Noregs og íslands eptir sáttmálanum, og að fyrir-
komulag þeirra hafi verið eins og eptir frumvarpi
millilandanefndarinnar.
í Þjóðólfi 7. Ágúst igo8 (37. tölubl.) kallar sami vísinda-
maður" enn þá Gamla sáttmála „myglaða og vafasama skjala-
skræðu", en um leið er dr. Björn M. Ólsen nú farinn sjálfur að
vitna i jafngömul og jafnmygluð n o r s k 1 ö g til stuðnings
kenningu sinni um sameiginlegu hermálin (sjá Reykjavík 1908,
35. tölubl. og Þjóðólf 1908, 40. og 42. tölubl.). Enn fremur
staðhæfir próf. Björn M. Olsen nú sumarið 1908, að utanrikis-
málin hafi verið sameiginleg með Noregi og Islandi eptir
Gamla-sáttmála, — eins og Jón sagnfræðingur (Þjóðólfur 1908,
40. tölubl.).
í Reykjavík (31. tölubl.) er herra Björn M. Olsen svo gugn-
aður á niðurstöðu sinni um Gamla-sáttmála, sem „sannleiks-
leitin“ í Andvara-ritgerðinni hafði leitt hann til, að nú segist
hann ekki vilja þrátta um það, hvort hann hafi skilið Gamla-
sáttmála rétt 1 riti sfnu. Prófessornum voru að vísu þessi
orð óþörf, þar sem hann hafði sjálfur, bæði í því tölublaði
Reykjavíkurinnar og öðrum blöðum.Iýst öll aðalatriðin 1 nið-
urstöðu sinni í Andvara-ritgerðinni markleysu. Og m a r k-
leysa fyrri skoðana hans virðist honum nú ekki „liggja"
síður „í augum uppi" en réttmæti þeirra tveim mánuðum áður.
En þrátt fyrir aliar þessar botnveltingar sfnar með Gamla-
sáttmála, er vfsindamaður þessi nógu brjóstheill til þess,
„að mótmæla því sem ósönnu, að Reykjavíkurgreinin (þ, e.
greinin í Reykjavíkinni 25. Júlí, sem vitnað hefir verið til að
ofan) sé rituð í öðrum anda en rit mitt Um upphaf kon-
ungsvalds." (Þjóðólfur 1908, 37. tölubl.).
Veturinn 1909 kom út rit eitt eptir dr. Knud Berlin, sem
lagt hefir það í vana sinn að skrafa um málefni Islands í
tíma og ótíma. í riti þessu hældi dr. Berlin, sem vænta mátti,