Andvari - 01.01.1912, Síða 195
um réttindi landsins?
157
herra Birni Olsen fyrir alla hringsnúninga hans sumarið 1908,
og kvaðst hafa haft heppilegan stuðning af því, að dr. Björn
hefði flosnað upp frá fyrri skoðunum sínum á réttarstöðu
landsins eptir Gamla-sáttmála. En með því að herra Birni
Olsen mun hafa þótt lofið gott, þá lagði hann enn upp í
nýja leit að sannleikanum, og skrifaði „Enn um upphaf
konungsvalds áíslandi" í Andvara 1909. Hafði hann
svo hraðan á borði með þetta rit, að það var komið út um
miðjan þingtímann, enda ætlaðist hann víst svo til, að rit
þetta væri kenslubók handa Alþingi og ríkisþinginu danska. I
þessu riti kvittar hann dr. Berlin fyrst og fremst fyrir „kompli-
mentin", og segir: „Hins vegar höfum vér Islendingar einga
ástæðu til að veifa Gamla-sáttmála sem einhverju dæmalausu
frelsisskjali, eins og sumir menn hafa gert, og þeir einna mest,
sem minst hafa um hann hugsað". Hittir hann þar lag-
lega sjálfan sig. I þessu riti eru þeir prófessor Björn M. Olsen
og dr. Berlin aúðvitað sammála um alt það, sem nokkru
máli skiptir um skilning á Gamla-sáttmála og réttarstöðu
landsins. Björn Olsen kallar það nú 1 tilbót í þessu riti
„öfgar", sem bæði Jón Sigurðsson, sambandsnefndarmenn-
irnir íslenzku 1908 og aðrir Islendingar hafa haldið fram, að
þær breytingar, sem hafa orðið í framkvæmdinni á stjórnar-
fari íslands síðan einveldið komst á, sé þýðingarlausar frá
lagasjónarmiði (sbr. Enn um upphaf konungsvalds bls. 3).
I þessu riti geingur herra Björn Olsen svo greipilega
frá aðalatriðunum í fyrri skoðunum sínum í heild, að þ e 11 a
rit hans er aðskoðasemsakargagnfráDana
hendi móti Islendingum. Finst höfundinum mikið
til um þessa frammistöðu sína, og lýkur að bókarlokum hinu
mesta lofsorði á sjálfan sig, og þykist hafa staðið sig skratti
vel (sbr. bls. 81), enda getur þess til trekari fullvissu, að hann
hafi verið „gamall vinur Konráðs Maurers og honum ná-
kunnugur" (sbr. bls. 80 neðanmáls).
Hið seinasta, sem próf. Björn M. Olsen hefir lagt til
þessara mála, er grein í Skírni 1910. I grein þeirri er, eins
og vant er, nóg af stóryrðum um aðra og hóli um sjálfan
hann, — og ber hann þar alla þá, sem haft hafa og hafa enn
sömu skoðun á Gamla-sáttmála1) og réttarstöðu landsins, sem
1) Dr. B. M. Olsen heldur því fram, og tekur það auðvitað