Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 7

Menntamál - 01.03.1936, Page 7
MENNTAMÁL 5 Njtt viíhorf í skðlamálum. Eftir Snorra Sigfússon, skólastjóra. Eftirfarandi grein birtist upjíhaflega i jólablaði Fálkans 1935. En þar sem hún á erindi til allra kennara, er hún prentuð hér með leyfi höfundarins og rilstj Fálkans. Inngangurinn með smá- letrinu eru ummæli ritstj. Fálkans. Þótti rétt, að láta þau fylgja með. — R i t s t j. Umgengni barna um skólahúsið má nokkuð marka af grein i „Degi“. Þar segir svo: „Barnaskólahúsið hér á Akureyri er nú 5 ára gamalt. Mörg hundruð börn njóta þar kennslu 7 mánuði ár hvert. Ekki hafa stofur eða gangar hússins verið málað síð- an það var tekið til notkunar sem skólahús. Margar íbúðir þarf að standsetja nær árlega, og mætti því ælla, að þörf væri á hinu sama með barnaskólann, en svo hefir þó ekki verið, því að enn sér ekkert á húsinu, eftir 5 ár.___Málning á veggjum er hvergi nudduð, snagar í göngum hvergi brotnir, borð og annar húsbún- aður sést livergi rispaður, þvi síður skorinn með hnífum, eins og sumstaðar sést í skólahúsum. Allt þetta er nær þvi eins og það var fyrir 5 árum, þegar húsið var tekið til notkunar._______Að- komumaður, sem skoðar skólahús bæjarins, mun fá þá hugmynd um bæinn, að hann sé óvenjulegur hirðu- og menningarbær. En það álit má bærinn i þessu tilfelli þakka kennurum skólans, og þá fyrst og fremst hinum óvenju duglega og áhugasama skóla- stjóra, Snorra Sigfússyni. ---- Umgengni í skólanum sannar, að skólinn venur börnin á góða umgengni og hirðusemi. Og um framkomu barna hér í hænum má það segja, að hún hefir stór- um batnað hin síðari árin, og sennilega má þakka það barna- skólanum eingöngu.“ --------Þetta er fagur vitnisburður, sem flestum skólum væri . keppikefli að eignast, en vafalaust eru það ekki margir skólar á iandinu, sem hið sama verður sagt um. A einni myndinni sést bekkur i skólanum að starfi. Árið 1932 var sú aðferð tekin upp, að skipta bekkjuin í starfsdeildir, 5 nem- endur i hverri deild, og er einn nemandinn foringi. Hver deildin fær ákveðið verkefni, sem hún á að leysa úr sameiginlega á á- kveðnum tíma, t. d. tiu dögum. Einn flokkurinn vinnur að reikn- ingsdæmum meðan annar spreytir sig á landafræði við veggkort- in. Kennarinn gengu á milli flokkanna og leiðbeinir. Hefir þessi

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.