Menntamál - 01.03.1936, Page 13
MENNTAMÁL
11
Lýsis- og mjólkurgjafir í Barnaskóla Akurcyrar.
Lýsinu er helt ofan i börnin.
við. Ný viðhorf, ný verkefni, nýir hættir, ný tæki, nýtt
lif heimtar nýja menn, sem mótast verða í nýrri deiglu.
Það er miskunnarleysi hins raunhæfa lífs, sem kallar,
livort sem okkur þykir það ljúft eða leitt. — En svo að
segja fram á þennan dag, hafa illa útbúnir skólar, með
lítt menntaða kennara, að mestu lokað útsýninu yfir
hina nýju öld, og foreldrar og ráðamenn, sem elcki vilja
eða geta skilið hin nýju viðhorf, magna þennan ömur-
lega skollaleik.
Nú er þess að gæta, að á síðastliðnum fjórðungi ald-
ar hefir orðið hér voldug þjóðlífshylling og ískyggileg.
Þjóðin hefir svo að segja flutzt úr sveit að sjó, og í
bæjum og þorpum er nú mikill meirihluti hennar upp-