Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 17

Menntamál - 01.03.1936, Page 17
MENNTAMÁL 15 sem nú er á dagskrá með þjóð vorri. Vegna barnanna í sveitum landsins og vegna framtíðar þjóðarinnar hefir kennarastéttin skorið herör og eggjað allagóðaíslendinga lögeggjan til baráttu fyrir þessu máli. Þroskamöguleik- ar barnanna eru dýrmætasti auður þjóðarinnar. En það er fyrirsjáanlegt, að eins og ástandið er nú á síðustu tím- um orðið í strjálbýlinu, þá er alþýðumenningin i sveit- um í húfi, ef ekkert verður að hafzt í nánustu fram- tíð. Og þess ber vel að gæta, að það er ekki einungis og jafnvel ekki aðallega fræðslan, sem er i molum, held- ur skortir börnin fyrst og fremst skilyrði til menningar- legs félagslífs. Þess vegna er eina úrræðið bygging heima- vistarskóla. Margt bendir til þess, að almenningur sé nú að vakna til skilnings á þessu máli. En betur má ef duga skal. Mjög er áríðandi fyrir þetta mál að efla og útbreiða traust og álit þeirra lieimavistarskóla, sem þegar eru starfandi. Sem betur fer stöndum vér þar vel að vígi, því að yfirleitt munu skólar þessir njóta hins fyllsta trausts, enda þótt miklar kröfur séu til þeirra gerðar, svo sem vera ber. Hvílir þvi mikil ábyrgð á kennurum heima- vistarskólanna, ekki aðeins vegna barnanna, sem þeir kenna og fóstra á liverjum tíma, lieldur einnig vegna þessa mikla framtíðarmáls allra sveita landsins. Menntun kennara. Svo sem kunnugt er samþykkti fulltrúaþing S. I. B. á síðastliðnu sumri einróma ályktun um nauðsyn þess, að gagnger breyting yrði gerð hið allra fyrsta á undirbúningsmenntun kennara. Leggja kennar- arnir til, að sett verði á slofn deild í uppeldisvísindum við Háskóla íslands, þar sem allir kennarar við barnaskóla, héraðsskóla og gagnfræðaskóla skulu stunda nám. öllum þeim kennurum, sem starfandi eru þegar uppeldisfræði- deild Háslcólans tekur til starfa, skal gert kleift næstu ár eftir að stunda þar nám, a. m. lc. 1 ár. Hin skörulega afgreiðsla kennaraþingsins á þessu máli

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.