Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 22

Menntamál - 01.03.1936, Side 22
20 MEN NTAMÁI, málanna, og er það mikill skaði. Einstakir kennarar, sem hafa skilning á ágæti kvikmynda til hjálpar við kennslu, hafa útvegað nokkrar kennslufilmur að láni, helzt frá Svíþjóð, og þær hafa svo verið sýndar í nokkrum skól- um í kaupstöðum. Þessi viðleitni og framtakssemi er þakka verð, en hún nægir ekki. Hér þarf meira við. Þegar ég var á ferð í Svíþjóð og Danmörku síðastliðið sumar grennslaðist ég eftir um það í báðum þessum löndum, hvernig þar væri hagað notkun kvikmynda við skólafræðslu. í Svíþjóð er það svo, að fyrir allmörgum árum var komið þar á fót allmiklu safni kennslukvilunynda, með tilstyrk hins opinbera. Safnið er geymt í Stokkhólmi. Filmurnar í safni þessu eru allar normalfilmur, sem svo eru nefndar. Eru þær 32 mm. á breidd og að öllu leyti af sömu gerð og þær filmur, sem kvikmyndahús nota. Af þessu leiðir það, að til sýninganna þarf að nota venjulegar, stórar sýningarvélar. En þær eru svo dýrar að flestum skóluin er ókleift að eignast þær. Þá eru þess- ar filmur einnig geysilega eldfimar, og þess vegna leyfa vátryggingarfélög alls ekki, að þær séu sýndar annars- staðar en þar, sem fullnægt er ströngum skilyrðum um varnir gegn eldhættu. En slík skilyrði, t. d. eldtraustir sýningarklefar, eru í fæstum skólum. Til þess að geta nú liagnýtt kennslufilmur sínar, þrátt fyrir þessa örðugleika, hafa Svíar farið þá leið, að þau skólahéruð, sem vilja nota filmur við kennslu, semja við eigendur kvikmyndahúsa í héraðinu um að sýna þær skólabörnum á ákveðnum tímum fyrir tiltekið gjald. 1 upphafi skólaárs eru pantaðar frá filmsafninu í Stokk- hóhni þær fihnur, sem hver skóli óskar að fá til sýn- inga, og svo hefir hann sína ákveðnu „bíódaga“ nokkr- um sinnum á vetrinum. Sá annmarki er á þessari tilhögun, að myndasýning- arnar verða ekki fastur liður í starfi skólanna. Þær verða

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.