Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 29

Menntamál - 01.03.1936, Side 29
MENNTAMÁL 27 því, að barnið hafi orðið hrifið eða snortið af því, sem það líkir eftir. V. Leikir barna. Leikir barna á þessum fyrstu árum eru oft mjög merkilegir. Á þessum árum eru börn venjulega hrif- næm, og þá oft lirifin af þeim fullorðnu, sem þau um- gangast, og leikir þeirra eru þá oft þeir, að vera í leik það eða sá, sem þau dá í þann og þann svip. Börn í sveitum leika foreldrana, systkinin, vinnufólkið, liest- ana, kýrnar o. s. frv. Efnið i leik þeirra er smámynd af lífi þeirra fullorðnu. Skapgerð þeirra verður venju- lega traust en einhæf. í kaupstaðnum gengur allt með meiri hraða og lífið er flóknara, og sálarlíf smábarna verður þar í minni heild. Lífið birtist þeim í svifliröð- um myndum, og myndirnar renna saman liver við aðra. Hér kemur því ennþá sama vandamálið: að umhverfi það, sem smábörn lifa og hrærast í, þarf að vera hreitít og heilnæmt engu síður en sú líkamsfæða, sem börn- in neyta. Hér er verkefni fyrir kennara, að hafa áhrif á foreldra og heimili, hver á sínum stað, að vanda til þess umhverfis, sem ungbörn eru látin vera i. „Það er ótrúlega margt, sem af þvi leiðir, barninu til tjóns, ef umhverfi þess fyrstu 2—3 árin er ófagurt, óreglusamt og ef barnið venst óreglubundnum, ruddaleg- um bljómum,“ segir Bertrand Russel (Om Opdragelse, sbr. fyrripart þessarar greinar). Nú á títílum standa uppalendur og dómarar ráða- lausir með unglinga, sem fremja óknytti allskonar og láta sér ekki segjast við forlölur né fögur lieit, né við álitshnekki og refsingar. Og sumir sálarfræðingar halda því fram, að ýmsir menn séu fæddir með því eðli, að vonlaust sé um, að þeir verði nokkurn tíma sæmilegir borgarar síns þjóðfélags, og aðrir séu svo góðrar teg- undar, að þeir geti ekki brugðist. Dæmi hins siðar-

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.