Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 31

Menntamál - 01.03.1936, Side 31
MENNTAMÁL 29 skuli verða rakin til synda foreldra og uppalenda1). Eg vil i þessu sambandi benda lesendum Menntamála á hina snjöllu og lærdómsríku bók: Svárlientarliga Barn, eftir Stina Palmborg. I þessari bók er dásamlega tekið á þeim erfiðu viðfangsefnum skólanna, að leiða meira og minna vangæf og óknyttasöm börn á skólaaldri inn á heilbrigðari leiðir aftur. Hún er snjöll og hárfin, lýsingin á Nonna í Sumarhús- um í Vetrarmorgunn hjá H. K. Laxness. Auðlegð drengs- ins í hugmynd og æfintýrum er frábær. En skilnings- leysi ömmunnar skapar óbrúandi hyldýpi milli þeirra. Drengurinn finnur þetta. Hann spyr liana með mestu varasemi, og þegar hann kemur að almesta æfintýrinu, um kökudiskinn, þá þorir hann ekki að sleppa því yfir til ömmunnar. Hann óttast að glata því niður í djúpið milli þeirra og finna það aldrei meir. En þegar Nonni fer að leika sér, þá sleppir hann allri varasemi, og þegar amman þá ógnar honum ineð vend- inum, þá svarar hann óhræddur: „Amma, þú ert ekki til. Þú ert hara veður í loftinu! Eg er á ferðalagi.“2) Amman eltir hann. Hún er óveðrið á heiðinni. Hún, óveðrið, nær honum, og liann verður úti á heiðinni og deyr. Amman setur hann á rúm sitt og lætur hann fara að prjóna. En nú er allt fjörið og áhuginn horfinn úr honum, liann syfjar og segir við ömmuna: „Amma, eg er afturgenginn,“ og hann geispar. Og Nonni hafði í rauninni rétt fyrir sér. Hann varð úti, vegna kaldlyndis og skilningsleysis ömmunnar. H. K. Laxness er hér skarpskyggn og djúpvitur barnasálar- fræðingur. Eg vona, að lionum takist að semja marga gimsteina eins og þennan. Þá mætti vel svo fara, að 1) Sbr. Olof Kinberg: Varför bli Mánniskor brottsliga? Stockholm 1935. 2) H. K. L.: Sjálfstætt fólk, bls. 249—250.

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.