Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Side 38

Menntamál - 01.03.1936, Side 38
36 MENNTAMÁL urum á tvær ágætar bækur um barnateikningar með ó- grynni af myndum eftir börn á öllum aldri. Þessar bæk- ur eru: Arbeidsmáten i Folkeskolen, Handbok for Læ- rere, „Hjemstedslære“ eftir Elisabeth Röer, Osló 1933, og „Tegning“ í sama safni eftir Rolf Bull-Hansen, Oslo 1932. Framh. Jón Sigurðsson. Skrautritun. Eftir Björn Björnsson, teiknikennara Kennaraskólans. Þannig er sú tegund skriftar, sem hér ræðir um, venju- legast nefnd. Heitið er, ef til vill, villandi. Það virðist benda til leturs, sem prýtt er allskonar sveigum og rósaskrauti; en svo er þó ekki. Hér kemur jafnt til greina einföld, skrautlaus letur- gerð sem hin viðhafnarmesta. Þær kröfur, sem gerðar eru fyrst og fremst til al- mennrar skriftar, eru, að hún sé læsileg og áferðarfög- ur í heild, einnig að persónuleg sérkenni njóti sin. Hið sama á við skrautritun, en sá er munurinn, að þá er lögð sérstök áherzla á leturgerðina og alla skipun stafa og orða — með öðrum orðum, á hlutföll og afstöðu stafs til stafs og orðs til orðs, og lilutfall leturflatarins til blaðsins. Þetta eru frumskilyrðin, og sé þeim fylgt, þá er öllu borgið. Auk margskonar nothæfni skrautritunar, hafa menn viðurkennt þroskagildi hennar til listrænnar smekkvísi. Þess vegna er hún nú iðkuð í framhaldsskólum og efri

x

Menntamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.