Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 46

Menntamál - 01.03.1936, Page 46
44 menntamál ófarnað, sem menningu lands vors er búin, ef uppeldi þjóðarinnar er vanrækt. Það má segja, að höfuðeinkenni frumvarpsins sé það, að stefna að því með skipulegu móti: 1) að tryggja alla undirstöðu fræðslunnar með því, a. m. k. í þéttbýlinu, að færa skólaskylduna niður. 2) að koma á föstum skólum, einnig í strjálbýlinu, og hafa í þeim heimavistir fyrir þau börn, sem þess þurfa. 3) að allstór svæði vinni saman um einn skóla, til þess að gera framkvæmd alla sem ódýrasta, og 4) að settir séu eftirlitsmenn með allri fræðslunni, er væru einnig leiðbeinandi og ráðgefandi kraftur á sviði uppeldismálanna í landinu. Viðvíkjandi 1. atriði, um skólaskylduna, virðist það vera nokkuð einróma álit i bæjum og þorpum, að fara beri með skylduna niður í 7 ára aldur, enda hafa flest- ir bæir og fjölmörg þorp þegar gert það. Þessi vænt- anlega breyting á löggjöf snertir þvi lítið þéttbýlið. Öðru máli gegnir um strjálbýlið. Þar þykir skilyrð- islítil skólaskylda frá 7 ára aldri óheppileg og illfram- kvæmanleg viða. Flestar sveitir telja sig líka geta sinnt lestrarkennslunni eins og hingað til. Þó á allt, sem sagt er um þá getu, verði eigi fallizt, þá er hitt ljóst, að strjálbýlið hefir þarna algerða sérstöðu og var þeim, sem frv. sömdu, það ljóst, þótt þeir settu markið í þess- um efnum allhátt. Því það er raunar aðeins um ann- að af tvennu að gera, að hafa skólaskylduna í landinu jafnlanga alstaðar, eins og frv. gerir ráð fyrir, en gefa undanþágu þar sem það á við, eða hafa skólaskylduna að lögum, aðra í sveitum en í þéttbýlinu. Um hitt er hægt að deila, hvort undanþágulieimild frá skólaskyld- unni á að ná aðeins til 8 ára aldurs eða til 10 ára ald-

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.