Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Síða 57

Menntamál - 01.03.1936, Síða 57
MENNTAMÁL 55 því. Börnin gagnrýna hvern lilut, sem hvert einstakt þeirra hýr til. Árangur þessarar gagnrýni er sá, að hvert barn venst við glögga athugun, lærir að meta hæfileika félaga sinna og temja sér umburðarlyndi með þeim, sem minna geta. Hinn almenni áhugi, sem þau hafa fyrir starfi sínu, gerir þau allt í senn: kröfuhörð um vand- virkni, samábyrg og sjálfstæð. Þeir sem hafa brotið af sér gegn skólanum, eru dæmdir af félögum sínum og verða að beygja sig fyrir úrskurði þeirra. Á þennan hátt er kennarinn leystur frá öllum lögreglustörfum. Hann er svo gersamlega laus við að þurfa að viðhalda aganum, að hann þarf miklu fremur að verja liina ákærðu gegn of ströngum dómum félaganna. Af þessu leiðir mjög al- úðlegt vináttusamband milli kennara og nemenda, svo og það, að börnunum þykir vænt um skólann sinn. Þetta nægir til þess að sanna oss, að vér erum á rétttri leið.“ Eg mun nú ekki orðlengja öllu meira um tilraunir af þessu tagi, þótt af miklu sé að taka. Það liefði t. d. ver- ið ástæða til í þessu sambandi að tala um A. S. Neill og skóla hans, sem margir munu kannast við. En ég ætla aðeins að drepa á tilraunir annars Englendings, sem einnig er lieimskunnur uppeldisfræðingur og hefir rit- að stórmerkar bækur. Það er Homer Lane. Hann stofn- aði eins konar nýlendu fyrir börn, sem höfðu gerzt brot- leg við lög. Hælið var byggt í sveit, nálægt gömlum bóndabæ. Börnin sjálf, 14—17 ára gömul, byggðu öll liús- in, fjögur að tölu. Auk þess unnu þau að jarðrækt, þvott- um og öllu, sem heimilið þurfti að láta vinna. Homer Lane byrjaði með verstu lögbrjóta, sem liann fann hjá barnadómstólunum og tók í viðbót þá unglinga eina, sem liöfðu hið versta orð á sér, og helzt þá, sem betrun- arhæli höfðu gefizt upp við. Framh. Sigurður Thorlacius.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.