Menntamál - 01.03.1936, Page 58
56
MENNTAMÁL
Trésknrður sem skólavinna.
Þegar íslenzkir kennarar svipast um eftir heppilegri
handavinnu fyrir skóladrengi, getur varla hjá þvi farið,
að tréskurður verði meðal þess fyrsta, sem athygli þeirra
beinist að. Ber margt til þess, að tréskurður er i fremstu
röð meðal þess, sem um getur verið að ræða af drengja-
vinnu í skólum vorum. Hann er þjóðlegur og liefir verið
stundaður liér sem alþýðulist frá landnámstíð til vorra
tíma. Hefir þannig myndazt hér íslenzlcur tréskurðarstill,
einfaldur og fagur. Þarf því eigi að skorta fyrirmyndir,
ef unnið er úr þeirri auðugu námu, sem Þjóðmenjasafn-
ið geymir. — Tréskurður er þroskandi viðfangsefni, full-
komlega á við hverja aðra grein handavinnu, sem er.
Þar veltur mjög á hugsun og skilningi og náinni samvinnu
huga og liandar, og þar eru ótal tækifæri til að láta frum-
leik og sköpunargáfu njóta sín, styrkja smekk og form-
Veggskildir eftir 12—14 ára drengi.