Menntamál - 01.03.1936, Síða 62
60
MENNTAMÁI.
Réttmdi kennara.
Bjarni Bjarnason.
1. form. S. í. B.
Annar flutningsm. réttindamál-
anna á Alþingi.
Á seinni hluta Alþingis
1935 fluttu þeir Bjarni
Bjarnason og Jörundur
Brynjólfsson, þingmenn
Arnesinga, i samráði við
stjórn S. í. B., frumvarp
til laga um breytingar á
lögum um skipun barna-
kennara og laun þeirra.
Frumvarpið náði sam-
þykki þingsins og koma
•ögin til framkvæmda 1.
okt. næstkomandi. Þar
sem lög þessi eru merkur
þáttur í sögu kennara-
stéttarinnar, vil eg vekja
athygli kennara á þeim.
Þau atriði laganna, sem
fela í sér verulegar breyt-
ingar, eru svohljóðandi:
1. gr.
Til þess að öðlast réttindi til að hafa á liendi kennslu við
barnaskóla ríkisins er krafizt:
b. að hann hafi lokið kennaraprófi við kennaraskóta íslands, sbr.
þó lög nr. 24, 23. júní 1932, eða stúdentsprófi ásamt að mihnsta
kosti eins árs námi við kennaraskóla íslands í uppeldis- og
kennslufræði og kennaraprófi í þeim greinum, og auk þess
samskonar námi og prófi í öðrum þeim námsgreinum, sem
krafizt kann að verða til kennaraprófs og ekki eru teknar til
stúdentsprófs. Meðan kennaraskóli íslands útslcrifar ekki kenn-
ara i öllum þeim námsgreinum, sem kenndar eru við barna-
skóla, hafa þeir rétt til að verða kennarar í þessum námsgrein-
um, sem aflað hafa sér nægjanlegrar menntunar til þess, að